Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 189
Skírnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 171
arfjórðungi síðar, mætti gera ráð fyrir því, að ættvísin hafi
getað unnið á um það tímabil og öðlazt fyllri viðurkenningu
en áður fyrr.
Um sagnfræðilegt gildi ættfræðinnar má sérstaklega benda
á ættartölur í íslendingabók Ara fróða. Þar er gerð stutt
grein fyrir uppruna fjögurra landnámsmanna, eins í hverj-
um landsfjórðungi, og síðar eru raktar ættir frá þeim til
fjögurra fyrstu biskupanna íslenzku. Auk þess er til frá
hendi Ara ættartala hans sjálfs langt aftan úr forneskju, og
þurfti enginn að bregða honum um það, að hann væri kom-
inn af þrælum eða illmennum, því að forfeður hans voru
margir konungar, eftir því sem ættartalan hermir. Á tólftu
öld virðast einnig hafa verið samin ýmis ættfræðirit, sem
nú eru kunn af heitum, svo sem ölfussinga kyn og BreiS-
firÖinga kynslöS, en hvorttveggja er nefnt í Landnámu. Fyr-
ir eða um miðja öldina leggur Þorlákur helgi stund á ætt-
fræðinám, eins og áður var sagt.
f frumgerð fslendingabókar Ara fróða voru áttartala og
konunga ævi, en hvorttveggja var fellt niður í þeirri gerð,
sem enn er til. Þess hefur verið getið til, að hér hafi verið
um að ræða fornar ættartölur konunga (áttartala) og yfirlit
um konunga í Danmörku, Noregi og Englandi, enda kemur
sú skýring heim við ummæli Snorra Sturlusonar í formála
Heimskringlu, að Ari hafi tekið mörg dæmi (auk íslenzkra
atburða), „bæði konunga ævi í Nóregi ok Danmprku ok svá
á Englandi.11 (12) Ef þessi skilningur er réttur, má einnig
líklegt þykja, að áttartala og konunga ævi hafi verið tengd-
ar hvor annarri, þar sem báðar fjölluðu um konunga í þeim
þrem þjóðlöndum, sem nú voru nefnd. Um örlög þessara
þátta í upphaflegri gerð íslendingabókar hefur sú tilgáta kom-
ið fram, að áttartalan eða ættartölurnar séu enn til, að
minnsta kosti að einhverju leyti, því að varðveittar eru í
íslenzkum ritum ættartölur norskra (Ynglingatal, Háleygja-
tal), danskra (Skjöldungar) og enskra konunga. Áhrifa kon-
unga ævi gætir í tvenns konar ritum: konunga sögum, eink-
um norskum, annars vegar, og annálum hins vegar. En auk
þess sem áttartalan í íslendingabók eldri hefur rakið kyn-