Skírnir - 01.01.1965, Side 190
172
Hermann Pálsson
Skirnir
kvíslir konunga í nágrannalöndunum, mun hún ef til vill
einnig hafa rakið íslenzkar ættir, sem þaðan voru runnar.
1 því menningarumhverfi, sem FM þróaðist í, hefur mikil
áherzla verið lögð á ættfræði og ættgöfgi. Sliks sér ekki ein-
ungis merki í Landnámu og þeim ættfræðiritum, sem þar
eru nefnd, heldur verður hennar vart í ýmsum myndum
annars staðar. Eitt dæmi um það er skrá um kynborna presta,
sem Ari fróði virðist hafa tekið saman um 1143, en þar eru
taldir upp fjörutíu prestar, tíu í hverjum fjórðungi, og munu
þeir allir hafa átt ættir sínar að rekja til göfugra landnáms-
manna. Að minnsta kosti verður slíkt fullyrt um alla þá
presta í skránni, sem ættir þeirra verða raktar aftur til land-
námsaldar. Til þess að geta samið skrá um fjörutíu kyn-
borna presta hlýtur Ari að hafa kynnt sér ættfræði miklum
mun rækilegar en nú er hægt að geta sér til af vitneskju
þeirri, sem ráðin verður af varðveittum ritum.
6
Orðalag FM „þau in spakligu frœði, er Ari Þórgilsson hef-
ir á bœkr sett af skynsamligu viti“, hera tvennt með sér,
sem rétt er að athuga þegar. 1 fyrsta lagi sýnir fleirtalan
„bækur“, að hér hefur verið um fleira en eitt rit að ræða,
og í öðru lagi sýna ummælin í heild sinni, að Ari hefur not-
ið meira álits og virðingar af höfundi FM en aðrir þeir
fræðimenn, sem þá höfðu fengizt við ritstörf. f þriðja kafl-
anum, sem ég hef tilfært, (c), kemur glögglega fram, að
höfundi FM hafa verið kunn fræðistörf annarra manna en
Ara eins.
En hverjar voru bækur þær, sem Ari hafði ritað og höf-
undi FM voru einkum í huga? Fullnaðarsvar við slíkri spurn-
ingu verður aldrei gefið, þar sem engin leið er að semja tæm-
andi skrá um rit Ara. Sé það rétt ályktað, að FM sé rituð
á öðrum fjórðungi tólftu aldar, þá má sennilegt þykja, að
Ari hafi þegar samið tvö rit, sem enn er kunnugt um, en á
hinn hóginn er ekki unnt að fullyrða um aðrar bækur, sem
hann kann að hafa samið fyrir þann tíma. Þau rit, sem eru