Skírnir - 01.01.1965, Síða 191
Skírnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf isl. sagnaritunar 173
eldri en FM, eru Landnáma Ara og íslendingabók hans.
Frumgerð Islendingabókar er samin á tímabilinu 1122—33,
að öllum líkindum einhverntíma á fyrri hluta þessa skeiðs,
en Landnáma hlýtur að vera eldri, eins og fyrr var sagt.
Hin spaklegu fræði Ara má bera saman við það, sem seg-
ir í (a) um fróðleik á þjóðtungum annarra landa. Ef til vill
hefur höfundur haft Ara í huga, þegar hann minntist á
fróðleiksrit annarra þjóða. Að minnsta kosti er það athyglis-
vert, að lýsingin í (a) gæti átt við ritstörf Ara, sem setti á
bækur fróðleik þann, er innanlands hafi gerzt (Landnáma,
Islendingabók), og einnig þann annan, er minnisamlegastur
þykir, þó að annars staðar hafi heldur gerzt (konunga ævi).
Dómurinn í FM um fræðistörf Ara fróða kemur heim við
það, sem Snorri Sturluson ritaði um það bil einni öld siðar
í formálanum að Heimskringlu, og ef til vill hefur Snorri
sjálfur þekkt ummælin um Ara í ritgerðinni. Snorri segir
ákveðið, að Ari hafi fyrstur manna hér á landi ritað að nor-
rænu máli fræði, bæði forna og nýja, og hann segir einnig,
að Ari hafi fjallað um konunga ævi í Noregi, Danmörku og
Englandi. Hins vegar geta hvorki höfundur FM né Snorri
um það, hvenær Ari hóf ritstörf sín. Um þetta er naumast
unnt að fullyrða, en nokkrar líkur má leiða af því, sem vit-
að er um ævi Ara og heimildarmanna hans. Enginn vafi get-
ur leikið á því, að Ari hefur unnið einhver afrek á sviði
fræðistarfa, áður en þeir biskuparnir fengu hann til að semja
Islendingabók, enda hlýtur Frumlandnáma að vera eldri.
Auk þess bendir aldur Ara sjálfs í sömu átt. Ari er fæddur
árið 1067 og er því kominn um eða undir fimmtugt, þegar
hann tekur Islendingabók saman. f rauninni er ekkert því
til fyrirstöðu, að Ari kunni að hafa ritað töluvert fyrir alda-
mótin 1100. 1 þessu sambandi má minna á, að Sæmundur
fróði hafði komið heim frá námi árið 1076, þá um tvítugt,
og ekki er ósennilega til getið, að hann kunni að hafa byrj-
að á fræðistörfum sínum um það leyti. Að minnsta kosti
verður að gera ráð fyrir því, að Sæmundur hafi skráð ýmis-
legan fróðleik á latínu löngu fyrir aldamótin, en Ari hefur
að sjálfsögðu orðið fyrir áhrifum frá Sæmundi.