Skírnir - 01.01.1965, Síða 192
174
Hermann Pálsson
Skírnir
Af þeim heimildarmönnum, sem Ari nefnir sjálfur, var
Hallur Þórarinsson í Ilaukadal elztur. Hann andaðist, þegar
Ari var tuttugu og tveggja eða þriggja ára að aldri, 1090.
Það er engan veginn óhugsandi, að Ari hafi þá þegar verið
farinn að fást við ritstörf, þótt slikt. verði á hinn bóginn ekki
fullyrt, að svo hafi verið. Þrír aðrir heimildarmenn Ara lét-
ust á tímabilinu 1107 til 1112, þau Markús Skeggjason,
Teitur Isleifsson og Þuríður Snorradóttir. Það má telja harla
ósennilegt, að Ari hafi ekki skrásett fróðleik eftir þessu fólki,
meðan enn voru lífs. Um einn heimildarmanna Ara segir
Snorri í formálanum að Heimskringlu: „Teitr, sonr Isleifs
byskups, var með Halli í Haukadal at fóstri ok bjó þar síðan.
Hann lærði Ara prest, ok marga fræði sagði hann honum,
þá er Ari ritaði síðan.“ Hér hefur Snorri réttilega gert grein-
armun á klerklegri menntun Ara annars vegar og þjóðlegum
fróðleik hins vegar, en Teitur kenndi honum hvorttveggja.
Mætti það í sjálfu sér undarlegt heita, ef Teitur hefur ekki
hvatt Ara til ritstarfa, þar sem hann kennir Ara hvort-
tveggja, klerkleg fræði og fróðleik. En Ari gat skrifað eftir
Teiti fróðleik og að honum lifanda allt fram til 1110, er
Teitur féll frá.
1 Islendingabók kveðst Ari hafa skrifað að sögn Markúss
Skeggjasonar ævi allra lögsögumanna, þeirra er voru fyrir
minni Ara sjálfs. Nú er ekkert vitað um samband þeirra
Markúss að öðru leyti, en eðlilegast virðist að gera ráð fyrir
því að Ari hafi leitað til Markúss, þegar hann hafði ákveðið
að færa þennan fróðleik í letur. Nú andaðist Markús árið
1107, og getur þetta því bent til þess, að Ari hafi verið far-
inn að skrásetja fróðleik eftir Markúsi fyrir þann tíma. Nú
er það eftirtektarvert, að allt fram til Markúss Skeggjasonar
og að honum meðtöldum mun flestra lögsögumanna hafa ver-
ið getið í Frumlandnámu, en síðan breytist þetta snögglega
eftir hans dag. Hvorki Ulfhéðins Gunnarssonar (1108—-16),
Bergþórs Hrafnssonar (1117—22), Guðmundar Þorgeirsson-
ar (1123—-34) né Hrafns Úlfhéðinssonar (1135—38) er get-
ið einu orði i Sturlubók eða Hauksbók. Þetta atriði gæti bent
til þess, að Landnáma Ara hafi verið rituð þegar fyrir and-