Skírnir - 01.01.1965, Page 193
Skírnir Fyrsta mélfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 173
lát Markúss Skeggjasonar. Má og á það benda, að þá er nokk-
uð um liðið frá setningu tíundarlaganna (1097), en lögtaka
þeirra og bændatalið skömmu síðar hafa vafalaust átt drjúg-
an þátt í því, að allsherjarkönnun á borð við Landnámu var
innt af hendi. Af ýmsum rökum, sem ekki er unnt að telja
hér vegna rúmsskorts, má líklegast þykja, að Frumlandnáma
hafi einmitt verið tekin saman á þeim áratug, sem hófst eftir
lögtöku tíundarlaganna, og verið því lokið um þær mundir,
sem Markús Skeggjason féll frá.
Þuríður Snorradóttir, sem frætt hefur Ara um mörg atriði
í sögu Islands, andaðist árið 1112, Hún mun hafa átt heima
vestanlands, að öllum líkindum á Eyri í Eyrarsveit, því að
hún giftist Gunnlaugi, syni Steinþórs á Eyri; að minnsta
kosti er ekki kunnugt nú um önnur börn Steinþórs á Eyri
en Gunnluag, mann Þuríðar Snorradóttur. Nú kemur Ari
sjö vetra að Haukadal og dvelst þar fram til 1088, og er ekki
líklegt, að hann hafi numið fróðleik af Þuríði fyrir þann
tíma, heldur má sennilegast þykja, að Þuríður hafi kennt
honum fróðleik einhvern tíma á árunum 1088 til 1111. Tal-
ið er, að Ari hafi verið prestur vestanlands, eftir að hann
lauk námi í Haukadal, og þá hefur hann getað kynnzt frænd-
konu sinni, Þuríði Snorradóttur. Kynni þeirra Ara virðast
ekki hafa hafizt fyrr en eftir að hann hafði numið fróðleik
af Teiti, fóstra sínum. Mætti geta sér til um, að Ari hafi
þegar verið farinn að fást við ritstörf, þegar hann flyzt vest-
ur, og þá hefur hann leitað fræðslu til Þuríðar beinlínis í
því skyni að skrifa eftir henni.
7
Þótt Ari Þorgilsson sé eini höfundurinn, sem nefndur er
á nafn í FM, þá er auðsætt af orðum hans, að aðrir menn
hafa einnig fengizt við fræðistörf, auk Ara. Slíkt er auðséð
af ummælum hans í (c), þar sem hann talar um þá nyt-
semi, sem menn gætu viljað nema á bók eða kenna. 1 upp-
talningu sinni er orðum hagað á svipaða lund og í (b) um
helgar þýðingar, lög og áttvísi, en í stað þess að telja Ara