Skírnir - 01.01.1965, Síða 194
176
Hermann Pálsson
Skirnir
Þorgilsson einan, eins og þar var gert, er nú vikið að skyn-
samlegri nytsemi, en til hennar teljast bæði meiriháttar og
minniháttar verk. Hér þarf naumast að taka fram, að „hin
meiri skynsemi“ í (c) hlýtur að eiga einkum við fræði Ara
Þorgilssonar. En hver er þá „hin litla skynsemi“, sem lítil-
látir í fróðleiksástinni eru látnir sætta sig við? Einsætt er,
að höfundur FM á ekki við áttvísi, sem hann hefur þegar
talið upp, og hlýtur því að vera um annars konar fróðleik
að ræða. Menn gætu látið sér til hugar koma mannfræði eða
sögur. Eins og fyrr var getið, þá kvartar forn landnámaritari
(sennilega Ari fróði) um það, að margir telji það óskyldan
fróÖleik að rita um landnám. Snemma á dögum sagnaritunar
hafa verið deilur um nytsemi ýmiss konar fróðleiks, einkum
ef ekki var hægt að benda á útlendar fyrirmyndir. Nú er
það augljóst mál, að höfundur FM getur naumast átt við
Landnámabók eða önnur rit Ara Þorgilssonar, þar sem hann
hefur áður borið á þau mikil lofsyrði og „hin meiri skyn-
semi“ virðist vera tilvísun til ritverka hans.
í öllum þeim heimildum, sem víkja að íslenzkri menningu
og bókmenntum á fyrri hluta tólftu aldar, er einungis ein
lýsing, sem kemur heim við umsögn FM um „hina litlu
skynsemi“. Það er hin fræga frásögn Þorgils sögu og Hafliða
af sögum þeim, Orms sögu Barreyfarskálds og Hrómundar
sögu Gripssonar, sem fluttar voru í Reykhólabrúðkaupinu ár-
ið 1119. Hér er um sögur að ræða, sem studdust að vísu við
fornar arfsagnir og geymdu því einhverja fróðleiksmola. Til
Hrómundar Gripssonar röktu menn víslega ættir sínar, og
hugsanlegt er, að Ormur Barreyjarskáld hafi einnig átt af-
komendur á Vesturlandi, þótt ekkert verði staðhæft í þá átt.
En sögurnar á Reykhólum voru lygisögur, eins og fram kem-
ur í Þorgils sögu og Hafliða. Er skemmtilegt til þess að vita,
að höfundur hennar talar um þær af nokkurri lítilsvirðingu,
því að höfundur FM hefði vafalaust kveðið upp svipaðan
dóm um þær.
Um sögur þeirra Ingimundar prests á Reykhólum og
Hrólfs á Skálmarnesi hef ég ritað rækilega á öðrum vett-
vangi, (14) og mun því ekki rekja það efni hér. En þar sem