Skírnir - 01.01.1965, Page 195
Skirnir Fyrsta málfræðiritgerðin og upphaf ísl. sagnaritunar 177
menn hafa ekki hikað við að tortryggja ummæli mín um
sagnaritun þessara manna með því að beita fyrir sig FM,
þá þykir mér skylt að vekja athygli á því, sem segir í FM
um „hina litlu skynsemi", sem „lítillátir i fróðleiksástinni“
láta sér nægja. Þótt nú verði engar sönnur færðar á slíkt,
þá grunar mig, að þar sé höfundur FM einmitt að sveigja
að ritstörfum þeirra Reykhólamanna, en nú vilja flestir
þegja þau í hel. (14)
TILVITNANIR.
(1) Tímarit Máls og menningar 1964, Siðfrœði Hrafnkels sögu.
(2) Af útgáfum á Fyrstu málfræðiritgerðinni nægir að minna á tvær:
V. Dahlerup og Finnur Jónsson, Dert farste og anden grammatiske
Afhandling i Snorres Edda, 1886; og E. Haugen, First Grammaiical
Treatise; the Earliest Germarúc Phonology, 1950. Merkustu rann-
sóknir á FM eru þessar: Björn M. Ólsen, Runerne i den oldislandske
literatur, 1883. (Shr. einnig inngang hans að Den tredje og fjœrde
grammatiske afhandling i Snorres Edda ..., 1884). Anne Holts-
mark, En islandsk scholasticus fra det 12. arhundrede, 1936. Magnus
Olsen, „Fyrsta málfræðiritgerðin. Um útskýringu hennar og höf-
undinn.“ Þættir um líf og IjóS norrænna manna í fornöld, 1963.
Grein Olsens birtist upphaflega í Arkiv 1937, en nú er mér íslenzka
þýðingin ein tiltæk. 1 útgáfu E. Haugens, en henni fylgir prýðileg
greinargerð um FM, er rækileg skrá um rit, sem varða FM, en
síðan hefur birzt grein eftir Hrein Benediktsson, „The Earliest Ger-
manic Phonology“, Lingua, 1961.
(3) Ákvæði þetta er í Konungsbók Grágásar. Ólafur Lárusson (Lög og
saga, 123. bls.) getur þess til, að það sé varla miklu yngra en frá
því um miðja tólftu öld.
(4) AM 315 d, fol.
(5) „Prestar þurfu eigi at tíunda þat fé, er þeir eigu í bókum ok messu-
klæðum“, tsl. fbr. I, 77. og 89. bls.
(6) Biskupa sögur I, 1858, 240. bls.
(7) Sama rit, 241. bls.
(8) Sama rit, 83. bls.
(9) Sama rit, 248. bls.
(10) Sama rit, 236. bls.
(11) „Uppruni Landnámabókar", Skírnir 1938. Endurprentað í Uppruni
tslendinga, 1959.
(12) Sbr. ritgerð mína í Sögu, 1965.
(13) Sagnaskemmtun Islendinga, 1962.
(14) 1 fljótu bragði gæti mönnum virzt sem „hin litla skynsemi" lúti
einungis að málfræðiritgerðinni sjálfri, en orðalag kaflans ber þó
ótvirætt með sér, að höfundi FM hefur verið kunnugt um sundur-
leitan fróðleik á móðurmálinu og misjafnan að gæðum.
12