Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 197
Skirnir
Samtiningur
179
Um goðafjöll á Austfjörðum sjá annars Sigfús Sigfússon, Árbók Forn-
leifafélagsins 1932, 83—89; Guðmundur G. Hoffell: Skaftfellskar Jijóð-
sögur, Rv. 1941, bls. 80; E. ö. S.: Landnám í Skaftafellsþingi, Rv. 1948,
bls. 141.
22.
Orðið pappír á íslenzku er væntanlega tekið úr dönsku eða þýzku.
Þar er orðið með áherzlu á síðara atkvæði, en framan við áherzluatkvæð-
ið er aðeins eitt p (Pap'ier, pap'ir). Fyrri sérhljóðurinn er stuttur í þeim
málum, en þegar orðið skiptir um áherzlu, samkvæmt lögmálum íslenzk-
unnar, helzt hinn stutti sérhljóður fyrra atkvæðis, en samhljóðurinn á
eftir honum lengist („tvöfaldast"): þannig breytist pap'ír í p'appír. Ýmis
önnur dæmi eru til um þetta fyrirbrigði, svo sem: sod'an, sád'an > s'odd-
an, sv'oddan; pap'a > p'abbi; rok'ere > r'okkera; rab'arber > r'abbabari;
mad'am(m)e > m'addama. Aðrir geta sjélfsagt auðveldlega fundið fleiri
dæmi. Sum orð hafa i mæltu máli tilhneigingu til að fylgja þessari
reglu, t. d. m'ússik, s'al.at, þó að hjá mörgum mönnum megi mynd
orðsins á bók sín meira (m'ú:sik, s'œlat). Ef litið er á sænska orðið
papper, má sjá, að sams konar breyting var til í þvi máli sem í íslenzku.
Framburðurinn Soffía á sér hliðstæður í öðrum norrænum málum, þó
að meira beri á orðmyndinni Sof'ie. Óvíst er, hvemig dæma skal um
nafnið Sesselja í islenzku, svo og orðið ribbaldi.
Einkennilegt er orðið náttúra, með tvöföldun f-sins og þó löngu á-i.
23.
1 Lingua Islandica (I, 21—22) minnist Ásgeir Blöndal Magnússon á
orð eins og tordýfill. Talið er, að það hafi haft stutt sérhljóð í öðru atkvæði
i fornöld, þá verið sagt „torðyfill", sbr. fomenska orðið tordwifel. Hins
vegar telur Ásgeir, að sérhljóðið hafi lengzt í íslenzku i samandregnum
myndum (tordýfli, tordýflar). Sams konar lenging sérhljóðs hefur orðið
í nafninu Dyflinn, sem verið hefur stutt i fornu máli (sbr. irsku Duiblinn,
með stuttu u-i, sjá C. Marstrander: Bidrag til det norske sprogs historie
i Island, bls. 72), nú Dýflinn. Sama breyting hefur átt sér stað í orð-
unum innyfli, dauSyfli og væntanlega mannsnafninu Vífill. (1 Sögubroti
af fornkonungum kemur lika fyrir nafnið Tuivivill, þ. e. Tvívifill.)
Loks er að nefna orðið dýfliza. Almennt er talið, að það sé komið úr
rússneska orðinu temnitsa (frb. tjomrdtsa), sem merkir myrkvastofu;
hér er vitaskuld að ræða um meiri háttar breytingu. Væntanlega hefur
y-ið verið grannt í fornu máli. Til er i miðháþýzku myndin tymenitze,
sem kann að vera milliliður.
24.
Dæmalaust er blöskranlegt að lesa eða heyra, hve ógætilega menn
fara með orðið „barbari“. Það er sök sér, þó að menn helli með því í