Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 198
180
Einar Öl. Sveinsson
Skimir
daglegu tali úr skálum reiði sinnar yfir útlenda menn. En óhæft er orð-
ið í hvers kyns vísindamáli.
H. G. Rawlinson (India, London 1943) tekur á einum stað upp klausu
eftir indverska stjarnfræðinginn Varahamihira, og kemur i textanum
fyrir orðið „barbari", en hvað það kann að vera á indverskunni, veit ég
ekki. Klausan hjá Rawlinson er á þessa leið, snúin á íslenzku:
„Grikkir eru barbarar, en stjarnfræðivísindi hófust með þeim, og fyrir
þá sök er skylt að virða þá sem guði“ (bls. 131).
25.
1 Altorientálische Texte zum Alten Testament, riti því, er svo heitir
(2. útg. 1926), birti Hugo Gressmann þýðingar margra texta frá Egypta-
landi hinu forna og Tvifljótalandi, einkanlega ritsmiðar trúarlegs efnis
eða sagnarit. Ein þessara ritsmiða segir frá réttlátum manni, sem lenti
i þungum raunum, líkt og Job, og varð að lokum dauðvona af sjúkdómi,
en Mardúk yfirguð læknaði hann (Die Geschichte eines Leidenden und
seine Erlösung, bls. 273—281). Að lokum segir frá því, er hann gekk
inn í musteri Mardúks i Babýlon og færði honum dýrmætar fómir.
„Þá sáu Babýloniumenn, að Mardúk hafði gefið honum lif, og allir luku
upp einum munni og lofuðu veldi hans: „Hver hefur svo fyrir mælt?
Hver veitt honum að sjá guð? Hvers hjarta veldur því, að hann fer leið-
ar sinnar? Hver annar en Mardúk hefur kallað hann frá dauðanum til
lifsins? Hvaða gyðja nema Sarpánitum (drottning Mardúks) hefur veitt
honum lif? Mardúk megnar að vekja lif i gröfinni. Sarpánitum kann
ráð til að bjarga frá glötun.
Svo langt sem jörð teygir sig, víður himinn nær,
sól skín, eldur blikar,
vatn rennur, vindur blæs,
verur þær, er Arúru (guðamóðir) hefur mótað i leir,
lífsanda gæddar fara leiðar sinnar,
. . . allir sem til eru: lofið (?) Mardúk."
Síðasta línan er óviss, og vantar svo aftan við.
Ekki fer hjá því, að lesanda komi til hugar Griða- og Tryggðamál
hin fornu, sem varðveitt em í Grágás, Heiðarvígasögu og Grettissögu.
Þau eru að vísu iniklu lengri (en um uppmnalega lengd hinnar babýl-
ónsku ritsmiðar er raunar lítt kunnugt). En þar koma fyrir sum sömu
atriðin, svo sem: „. . . sem menn víðast . .. eldr upp brennr, j<jrð grœr,
... sól skínn, himinn hverfr, heimr er byggðr . . . vindr þýtr, vptn til
sævar falla . ..“
Ekki þarf mörg orð um það að hafa, að skyldleiki er með þessum for-
málum. Hins mætti spyrja, hvort benda mætti á nokkra milliliði. Svo er.
Jakob Grimm nefnir í bók sinni Deutsche Rechtsaltertiimer (2. útg.,
1854, bls. 37—39) fjölda slikra orðatiltækja, þegar um er að ræða langan
tíma eða vítt rúm: svo langt sem blár himinninn nær, svo vitt sem land