Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 199
Skírnir
Samtíningur
181
er, svo langt sem sólin skin, svo lengi sem vindur blæs, hani galar og
máninn skín, o. s. frv. Vanalega eru Jiessir formálar stuttir, og allir munu
þeir vera þýzkir, en ekki þarf í grafgötur um það að ganga, að svipað
orðfæri hafi tíðkazt miklu víðar.1)
Aðeins eitt atriði skal ég nefna af handahófi. 1 hinu velska (kymr-
iska) ritsafni Mabinogion, sögunni af Culhwch og Olwen (vanalega tal-
in frá 11. öld, og þó af sumum eldri), segir að Culhwch, sem var frændi
Artúrs konungs, bað hann bónar, en konungur svaraði: „Þó að þú viljir
ekki dveljast hér, skal þér veitt sú bón, sem höfuð þitt og tunga tiltaka,
svo langt sem vindur þurkar, svo langt sem regn vætir, svo langt sem
sól fer, svo langt sem sjór teygir sig, svo langt sem jörð nær, að undan-
teknu skipi minu og möttli, Caledfwlch sverði mínu, Rhongomyniad
spjóti mínu, Wynebgwrthucher skildi mínum, Carnwennan hnif mínum
og Gwenhwyfar konu minni.“ Lengra skal svo ekki farið út i þessa sálma.
Fleira er líkt i efni og orðalagi í brotum þeim, sem varðveitt eru af
bókmenntum Tvifljótalands, og í fræðum norðurþjóða. Á bls. 133 í bók
Gressmanns er særing gegn tannpínu. Hún á sér hliðstæður um allar
jarðir, þar á meðal á Norðurlöndum, er til í ýmsum myndum, svo sem
von er til, og höfð gegn margvislegum sjúkdómum. Hjá Gressmann er
hún á þessa leið:
„Þegar Anú
himinninn
jörðin
fljótin
skurðimir
þá gekk ormurinn
og frammi fyrir Éa
„Hvaða mat
Hvað gefurðu mér
„Ég gef þér
„Hvað skal mér
Lyftu mér og leyf mér
leyf mér að sjúga
leyf mér að éta sundur
[hafði skapað himininn],
hafði skapað [jörðina],
hafði skapað fljótin,
höfðu skapað skurðina,
höfðu skapað fenið,
grátandi fram fyrir Sjamas (sólarguð),
runnu tár hans.
gefurðu mér?
að sjúga?“
þroskaða fíkju(?), granatepli(?) og epli(?)!”
þroskuð fíkja(?), granatepli(?) eða epli(?)?
að búa milli tanna og tannholds!
blóð tannanna!
tennur og tannrætur!“
„ÍJr þvi að þú hefur þetta mælt, ormur!
skal Éa slá þig með máttugri hendi sinni“.
Stórum merkast þess, sem ég þekki og hliðstætt má heita í babýlónsk-
um og norrænum kveðskap, er þó sköpunarkviðan babýlónska og fyrsti
hluti Völuspár. En um það efni vonast ég til að geta fjallað síðar, í
betra tómi.
G Sbr. ennfremur Eddica minora, útg. af A. Heusler og Wilhelm
Ranisch, 1903 bls. cvi—cvii.