Skírnir - 01.01.1965, Side 200
182
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
26.
Nöfn í ævintýrum geta verið sótt hvert sem vera skal, sum eru hvers-
dagsleg, önnur framandleg eða skáldleg.1) Einkennilegt er nafnið MjaS-
veig. Oft hefur hvarflað að mér, að þar sé raunar komið irska kvennafnið
Medb (síðari tíma framburður [mja(ð)w]). Svo hét drottning ein, hin
frægasta í fornum sögum Irlands; hún kemur mjög við frásögnina af ráni
tarfsins frá Cuailnge. Annars hétu fleiri mikils háttar konur því nafni.
Það merkir ‘ölvuð’ eða ‘ölvandi’, skylt orðinu mid, s. s. ‘mjgðr’ á ís-
lenzku.2)
Fyrir litið mun koma að brjóta heilann um það, hvers vegna nafnið
er fengið kóngsdótturinni í ævintýrinu íslenzka. Allt mælir með þvi, að
það hafi gerzt hér á landi. Af Kjalnesingasögu má ráða, að slitur af
sögnum um írsku hetjuna Cúchulín hafi þekkzt eitthvað á Islandi í fyrri
daga, og mætti þá sama vera um nafnið Medb, því að hæði koma við
sama sagnabálkinn.
Annars er ævintýrið í íslenzkri mynd þess gætt einkennilegum minn-
um, og gerð þess sérstök og væntanlega gömul, og ætti það skilið nán-
ari athugun.
Hefur Hermann Púlsson einhversstaðar komið fram með hugmyndina
um Medb og Mjaðveigu? Sé svo, er góður að henni nauturinn.
27.
íslenzka orðið miski skyldi þó aldrei vera dregið af írska orðinu miscad?
Samkvæmt sögn Vendryes (Lexique . . .) merkir það orð „malediction",
bölvun; í glósum er það þýtt „mallacht", sem er samrar merkingar. Af
því er dregið miscadach „maudit“, hölvaður. Miscad er óefað sagnar-
nafnorð, og telur Vendryes það dregið af forskeytinu mí, sem hefur
niðrandi merkingu, og rótinni *sekw, sem merkir segja.
Mismunur merkingar í írskunni og íslenzkunni er ekkert vandamál,
ekki frekar en merkingarmunurinn á orðunum ‘fjargviðrast’ og ‘feargg’.
Orðið miski kemur ekki, það ég veit, fyrir í skandinaviskum málum,
hvorki í bókmáli né mállýzkum. En vitaskuld eru mállýzkur seint full-
kannaðar.
28.
Á árunum 1921—50 voru 582 sveinar á Islandi skírðir nafninu Guðjón.
Nú skal rekja nokkuð, hvað manntöl segja um útbreiðslu þess áður:
Manntal 1910 ........... 678
— 1855 .......... 123
— 1703 enginn.
Nafnið er sett saman af liðunum guð og Jón, shr. öll hin mörgu nöfn,
x) Sjá E. Ó. S.: Um íslenzkar þjóðsögur, Rv. 1940, 240. bls.
2) Sjá J. Vendryes: Lexique étymologique de l’irlandais ancien, s. v.
mesce, mid.