Skírnir - 01.01.1965, Síða 201
Skírnir
Samtíningur
183
sem byrja á guS, en í annan stað nöfn eins og Friðjón, Sigjón, Sigurjón,
Þórjón. Má geta ]>ess um leið, að ekkert þessara nafna er í manntalinu
1703, og mun nafnið Guðjón raunar vera elzt þeirra allra, þar næst Sig-
urjón (1910: 403; 1853: 52; 1703 : 0).
Óefað má telja, að nafnið Guðjón sé fyrst gefið, af því að rétt þótti
að láta barn heita eftir tveimur, t. d. konu, sem Guðriður hafi heitið og
Jóni manni hennar, en vitanlega eru margir fleiri kostir um þetta.
En saga nafnsins er ögn lengri en nú var sagt. Áður en nokkur lif-
andi maður hér á landi hét Guðjón, kom það fyrir í bókum. Gustaf Ceder-
schiöld getur þess, að ein hetja Béverssögu sé nefnd Guðjón bæði í rím-
um (17. öld, sjá bls. ccxlvi) og í yngri handritum (yngstu handrit
í skrá hans, bls. ccxxxix, munu vera frá 17. öld). En í eldri handrit-
um sögunnar er þessi hetja nefnd Guion, og var jarl á Englandi, og svo
hét sonarsonur hans, sem sagður er hafa verið kóngur. Guion er franskt
nafn, komið úr franska frumtextanum, sem norræna sagan er gerð eftir.
Guion er sama og fomþýzka nafnið Wido, sem stafar frá nöfnum, sem
byrjað hafa á nafnliðnum ViS- (Wid-), sem ekki var ótíður i þýzku.
Björn K. Þórólfsson1) getur um Guðjón jarl, sem nefndur sé í Mágus-
rimum (VII, 1) og Hemingsrímum (1,4). Þessi kafli Mágusrimna er í
Krossnessbók, sem dr. Björn telur frá því um 1570—80, en Hemings-
rímur eru í Staðarhólsbók og Selskinnu (báðar frá 16. öld). Jón Þorkels-
son getur um Guðjón jarl í mansöng einum í Hermóðsrímum (III, 2).2)
Eikki er ráð að sverja fyrir, að einhverjar aðrar sögur en Béverssaga
hafi látið i té nafnið Guion og þar með stutt að tilurð nafnsins Guðjón.
Guion kemur t. d. fyrir í elzta handriti Sigurðar sögu þögla, en sum
yngri handrit nefna þann mann Guition.3)
29.
1 mansöng framan við Hjálmþérs rímur og ölvis segir frá ástum
manna og kvenna, og er þar nefndur „Afsalon"; af honum segir þetta
(17. v.):
„Afsalon fékk æsta sorg fyrir auðar Fríði,
hann bar þrá i hyggju stríði."
Aftur er Absalóns getið í mansöng í Bærings rímum (IV, 21); um Bær-
ing fagra segir, að ásjóna hans var engum lík:
„nema Absalóni með ærna strið,
sem oft er getið á fyrri tíð.“
Eftir því á saga hans að hafa verið kunn.
Eins og dr. Bjöm K. Þórólfsson tekur fram, er ekki getið um neinar
1) Rimur fyrir 1600, Kh. 1934, 263.
2) Sjá Om Digtningen pá Island, Kh. 1888, 182.
3) Til er í velsku (kymrisku) nafnið Gwydion, en ekki er sýnt að
það hefði átt jafngreiðan gang til Islands og franska nafnið Guion, sem
vissulega var kunnugt þar.