Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 202
184
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
ástaraunir Absalons Salómonssonar i Biblíunni. Ölíklegt er, að honum
hafi verið ruglað saman við Amnon bróður sinn, sem nauðgaði Tamar
hálfsystur sinni, en alsystur Absalons. Af þessu hafði Absalon sorg (og
vá hann því bróður sinn), en ólíklegt er, að við þá gremju sé átt; í
mansöngum þessum er yfirleitt að ræða um ósviknar ástaraunir.
Að þessu athuguðu er nærri því einsætt, að við annan Absalon muni
vera átt. Það er þó aldrei Absolon klerkur í „Oxenforde", sem enska
skáldið Chaucer segir frá, og leggur hann þá sögu í munn malaranum
í „Canterbury tales“ (Miller’s tale)? Sá Absolon lagði mikla ást á Ali-
son, konu trésmiðs þar í staðnum, og hafði af því nóga raun, því að
hann átti skæðan keppinaut (Nicholas), sem bæði ginnti bónda konunn-
ar og fór illa með Absolon. Þetta er skemmtisaga (fabliau), heldur gróf-
gerð, en af þeim var nóg á miðöldum. Hún hefur náð töluverðri út-
breiðslu.1)
30.
„Það hafa menn fyrir satt, að Kadmos hafi fyrstur reist Þebuborg,
og af hans nafni var borgarvígi Þebumanna kallað Kadmea. Af Kadmos
er þessi frásögn almennust er nú skal greina. Hann var sonur Agenors
Föníkakonungs, en bróðir Evrópu, Fönix og Kilix. Þegar Sevs hafði brott-
numið Evrópu systur hans, þá var honum skipað að leita hennar og
bannað að koma heim aftur fyrr en hann hefði fundið hana. Nú er hann
hafði leitað hennar lengi og ekki fundið, þá fór hann til Delfa, og gengu
honum svo fréttir, að hann skyldi gefa upp leitina, en ef kýr yrði á vegi
hans, þá skyldi hann veita henni eptirför og reisa borg á þeim stað, er
hún legðist niður. Svo varð og, að þegar Kadmos fór um Fókverjaland,
þá varð á leið hans kýr ein úr hjörð Pelagons, fylgdi hann henni eftir,
unz hún lagðist niður á Böótalandi, og fastréð hann þá að reisa þar borg
sína, þá er síðan var kölluð Þebuborg." 2)
Hér er önnur saga ekki með öllu ólík hinni:
„Grimr hét maðr Ingjaldsson, Hróaldssonar ór Haddingjadal, bróðir Ása
hersis; hann fór til Islands i landaleit ok sigldi fyrir norðan landit; hann
var um vetrinn í Grímsey á Steingrímsfirði; Bergdís hét kona hans, en
Þórir son þeira. Grimr rori til fiska um haustit með húskarla sina, en
sveinninn Þórir lá í stafni ok var í selbelg, ok dreginn at hálsinum;
Grímr dró marmennil, ok er hann kom upp, spurði Grímr: „Hvat spár
þú oss um forlpg vár, eða hvar skulu vér byggja á íslandi?“ Marmennill
svarar: „Ekki þarf ek at spá yðr, en sveininum, er liggr í selbelginum,
hann skal þar byggja ok land nema, er Skálm merr yður leggsk undir
klyfjum." Ekki fengu þeir fleiri orð af honum. En síðar um vetrinn
roru þeir Grímr svá at sveinninn var á landi; þá týndusk þeir allir. Þau
x) Sjá Aarne-Thompson: The types of the folk-tale nr. 1361 [FFC 184].
2) Kennslubók í goðafræði Grikkja og Rómverja eptir H. W. Stoll.
Steingrímur Thorsteinsson hefir íslenzkað. Kh. 1871, 192.