Skírnir - 01.01.1965, Side 203
Skírnir
Samtiningur
185
Bergdís ok Þórir fóru um várit ór Grímsey ok vestr yfir heiði til Breiða-
fjarðar; þá gekk Skálm fyrir ok lagðisk aldri. Annan vetr váru þau á
Skálmarnesi í Breiðafirði; en um sumarit eptir snoru þau suðr; þá gekk
enn Skálm fyrir, þar til er þau kómu af heiðum suðr til Borgarfjarðar,
þar sem sandmelar tveir rauðir stóðu fyrir; þar lagðisk Skálm niður
undir klyfjum undir enum ytra melnum; þar nam Þórir land fyrir sunn-
an Gnúpá til Kaldár fyrir neðan Knappadal milli fjalls ok fjoru; hann
bjó at Rauðamel enum ytra; hann var hofðingi mikill.“ t)
Um þessa sögu hefur Dag Strömháck skrifað ágæta grein: En kyrk-
byggnadsságen frán Hálsingland och en notis i Islands landnámabók í
Gammal hálsingekultur I, 44—52. Getur hann um helztu gerðir þessa
minnis, eins og það kemur fyrir í Sviþjóð og víðar á Norðurlöndum.
Hann nefnir og dæmi frá Þýzkalandi.
Hér skal ekki farið lengra út i þessa sálma, en benda má þeim, sem
um þetta vilja vita, á Feilberg: Ordbog over det jydske almuesmal II
338a kvie; IV 258a kirke; skrá Thompsons (Motif-index of folk-litera-
ture) B155.
Mundi ekki vera skyldleiki með þessum sögnum og indverska blót-
siðnum asvamedha? Þar er hestur látinn fara að vild sinni, ekki til að
finna manni bústað eða kirkjustæði, heldur til að helga konungi riki
næstu þjóðhöfðingja. Ef til vill verður síðar tækifæri til að greina frá
því efni.
31.
Eyin Visio, er ekki eins og yfir henni sé einhver ljómi af hálfrökkurs
töfrum. Töfrum sem seiða mann, svo að hann vildi vera kominn þangað.
En áður en nánar er sagt frá eynni Visio, verður að hverfa nokkuð
aftur í tímann.
Maður er nefndur Crestien, kenndur við Troyes í Frakklandi; hann
þótti mikið skáld á sinum dögum. Um ævi hans er lítið vitað, en verk
hans eru flest kunn. Um 1168 orti hann kvæði um riddarann Erec. Langt
mál væri að rekja, þó ekki væri nema lítið af þvi, sem frá honum er
sagt í kvæðinu, en þeirrar tíðar mönnum þótti mikið í það varið.
Á einum stað segir frá mikilli veizlu, sem Artús konungur hélt á
hvítasunnu í Linkolni á Englandi; var þá haldin púsunarveizla Erecs og
unnustu hans Enidu. Kom þar múgur og margmenni. Meðal höfðingja
þeirra, sem þangað komu, var jarlinn Maheloas með þrjú hundruð ridd-
ara, af „Isle de Voirre“: „af þeirri ey er hvorki er í ormur eða padda,
þar verður og hvorki of heitt né of kalt og eigi vetur". „Isle de Voirre“
merkir glereyin, og hefur liklegast verið um hana glerveggur og gler-
himinn. Og hvað sem öðru líður má sú ey kallast hin merkilegasta.
Kvæðið um Erec var þýtt á norsku, á dögum Hákonar gamla Hákon-
x) Landnámabók, útg. Finns Jónssonar, Kh. 1925, bls. 40. (Sturlub.,
68. kap.).