Skírnir - 01.01.1965, Síða 204
186
Einar Öl. Sveinsson
Skirnir
arsonar, að því er ætla má. Var því snúið í óbundið mál. Það er ekki
varðveitt í neinu norsku handriti, aðeins í islenzkum, og má búast við,
að málinu sé breytt. Gustaf Cederschiöld gaf söguna út 1880 eftir tveim-
ur islenzkum handritum.1)
1 öðru íslenzka handritinu er eyin nefnd Vera, rétt eins og það væri
rússnesk kona, en liklega stendur ‘Vera’ hér í staðinn fyrir ‘verre’, sem
merkir gler og er önnur mynd orðsins ‘voirre’. En í hinu handritinu er
eyin aftur á móti nefnd Visio. Skal ég lofa henni að hafa þá hulu, sem
yfir nafninu er, enda óvíst, að unnt sé að skýra, hvemig á því stendur.2)
Ekki er frekari lýsing á eynni í þvi handriti en nú var sagt.
Eyin Visio kemur enn fyrir á öðrum stað, í Nitidusögu, íslenzkri ridd-
arasögu frá siðmiðölduin, sem annars er lítið rannsökuð. Þar er sagt
frá Nitidu meykóngi í Frakklandi. Fóstra hennar var Egidía, drottning
í Púl á Italíu. Hennar sonur nefndist Hléskjöldur. Nitida hafði með
nokkrum hætti fengið vitneskju um eyna Visio og var óðfús að fara
þangað, og ekki fékk Egidía með nokkm móti talið hana af því. Síðan
segir sagan frá för Nitidu:
„Einn dag veizlunnar gengur meykóngur á ráðstefnu með sinni fóst-
urmóður [sv]o talandi: „Mér er sagt af ey þeirri, er [Visi]o heitir, og
ræður þar fyrir jarl sá, er Virgilíus heitir; hann er vitur maður og fjöl-
kunnugur. Þessi ey liggur undir Köldu-Svíþjóð í þeim þriðja parti ver-
aldarinnar. I þessari ey er eitt vatn mikið, en í vatninu einn hólmur;
sá er stór umferðar; svo er mér sagt, að hvergi i heiminum muni finn-
ast þvilík læknisgrös og náttúrusteinar sem þar, og alls konar dýrmæt
epli. Nú vil eg halda einskipa og Hléskjöldur með mér.“ Drottning Egi-
día afréð henni ferðinni, því henni þótti hún hættusöm vera, en mey-
kóngur hlaut þó að ráða, og býr Hléskjöldur ferð sína sem bráðast þau
mega með meykóngi, og sigla þau nú það bráðasta sem af tekur, allt
þar til þau koma að eynni Visio. Leggur meykóngur þar skipi sínu í
einn leynivog; ganga þau síðan á land bæði, og allt þar til er þau finna
eitt mikið vatn, og við vatnið sjá þau fljóta einn bát. Taka þau nú bát-
inn og róa i hólminn; þar voru margar eikur með fögrum ávöxtum og
eplum. Sem þau nú koma í hólminn miðjan, sjá þau eitt steinker með
fjórum homum. Kerið var allt fullt með vatni; sinn steinn var settur
á hvert hom kersins. Hún leit á steinana og sá þá um allar áttir ver-
aldarinnar; þar með kónga og kóngasyni, hvað er hver hafðist að, og
allar þjóðir aðrar og margar skelfilegar skepnur og alls kyns þjóðir.
Drottningin varð hljóð við þessa sýn, takandi kerið og alla þessa steina
og dýrmæt epli, urtir og lækningagrös, þau er hún undirstóð, með sér.
2) Sjá útg. Cederschiölds, Kh. 1880; sbr. ennfremur ritgerð Siegfrieds
Gutenbrunners, Archiv fiir das Studium der neueren Sprachen, 190. Bd.,
105. Jahrg., einkum bls. 10.
2) Gutenbmnner heldur, að myndin ‘voirre’ hafi dregið fram í huga
skrifara orðið ‘voire’, að sjá, en það er aftur orðið Visio.