Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 206
BRÉF SEND SKÍRNI
i
Hehningur launanna.
Þegar ég skrifaði greinina um ævintýra-minni i Auðunar þætti vest-
firzka, hafði ég ekki íslenzkt bókasafn við hendina og gat því ekki fund-
ið, hvar ég hafði lesið ævintýrið um helming launanna. Gizkaði ég á,
að það kynni að vera í Alþýðubók Þórarins Böðvarssonar eða öðrum
smásagnasöfnum fyrir börn og unglinga, ef til vill í bamablöðunum.
En nú hef ég fundið söguna — í tveim útgáfum í Ný lesbók handa börn-
um og unglingum, gefin út að tilhlutun Kennarafélagsins á Akureyri
1921. Heitir hin fyrri: „Lúðan og 100 vandarhögg" (bls. 16—17) og er
þýdd (úr norsku? dönsku?) af Guðmundi Hjaltasyni. Hin síðari „Öráð-
vandur þjónn“ (bls. 35—37) er líka þýdd, sennilega úr ensku, því hún
gerist í Skotlandi.
Stefán Einarsson.
II
Gamlar Bókmenntafélagsbækur.
Bókaútgáfa er vist nokkuð þekkt fyrirbrigði á Islandi! Því fylgir
reynsla, sem allir eru ekki ýkja-hrifnir af, jafnvel þótt þeir séu bóka-
unnendur niður í tær og fram í fingurgóma, eða ef til vill einmitt þess
vegna. Að frádregnu fólki, sem kaupir bækur til gjafa og veit litið meira
um þá hluti en viss persóna um Biblíuna, verður eftir allstór hópur
fræðimanna, skálda og almennra lesenda, sem bókafólk getur nefnzt á
réttan mælikvarða. Það er þessi hópur, sem öll bókaútgáfa á að gerast
fyrir, og eftir kröfum hans. Sömuleiðis á allur innflutningur erlendra
bóka að vera framkvæmdur samkvæmt þörf og smekk sama hóps, en
ekki dægursálnamergðarinnar, sem sveimar eins og mý á mykjuskán
utan um sorprit, nektarblöð og vasabrots-„seríur“ af lökustu tegund. Því
er nú ekki að heilsa, að reglurnar séu þannig. Og hvenær verður sett í
lög, að enginn megi vera bóksali, nema sá sem hefur menntun og smekk
til starfans? Fljótlega, vona ég, enda ekki eftir neinu að bíða með að
skilja það, að hæfileikar og menntun bóksala er engu siður nauðsynleg
en háskólaprófessora.
Tilefni þess, að ég bið Skírni fyrir nokkrar línur i bréfabálk sinn, er