Skírnir - 01.01.1965, Page 209
RITFREGNIR.
Björn GuSfinnsson: Mállýzkur II. Um íslenzkan framburð. Ölafur
M. Ólafsson og Óskar Ó. Halldórsson unnu úr gögnum höfundar og bjuggu
til prentunar. (Studia Islandica 23. Ritstjóri: Steingrímur J. Þorsteinsson).
Reykjavik 1964.
Bjöm Guðfinnsson prófessor lézt síðari hluta órs 1950. Átti hann þá í
fórum sinum spjöld, sem á var skráður ýmiss konar fróðleikur um fram-
burð alls 6520 barna, einkum á aldrinum 10—13 ára. (1 formála segir
raunar tvívegis, að könnunin hafi náð til 6250 barna, en samkvæmt bók-
inni sjálfri er rétt tala 6520, og sama kemur fram í Mállýzkum I, bls. 97).
Rannsóknir dr. Björns fóru einkum fram á árunum 1941—1943. Vann
hann fyrst úr því, sem varðaði harðmælis- og linmælisframburð (p, t, k:
b. d g) og gaf niðurstöður sínar um það efni út í bók sinni Mállýzkum I,
Reykjavik 1946. Auk þess gaf hann nokkurt almennt yfirlit um staðbund-
inn íslenzkan framburð í riti sínu Breytingum á frarnburSi og stafsetn-
ingu, Rvk. 1947, og loks ritaði hann An Icelaniic Dialect Feaiure: The
Pronunciation of hv- and kv-. Philologica: The Malone Anniversary Stu-
dies. Baltimore 1949. (Þýðing af þessari ritgerð kom i Menntamálum
1950). Að öðru leyti var óunnið úr athugunum dr. Björns við andlát hani.
Nú hefir þessari úrvinnslu verið lokið, og hafa þeir Ólafur M. Ólafsson
cand. mag. og Óskar Ó. Halldórsson cand. mag. annazt það verk og notið
til þess styrks úr Sáttmálasjóði og frá Hugvisindadeild Vísindasjóðs Er
gerð grein fyrir verakskiptingu þeirra Ólafs og Óskars í formála ritstjóra.
Bókin greinist í 10 kafla. Kaflafyrirsagnir gefa góða hugmynd um efni
bókarinnar, og skulu þær því birtar hér, nokkuð styttar þó: I. Rödduð hljóð
eða órödduð á undan p, t, k ... II. Hv-framburður — kv-framburður . .
III. rjír-framburður — rj-framburður. IV. rl-, rn-framburður — (r)dl,
(r)dn-framburður ... V. Réttmæli—frámæli .. . VI. Einhljóð eða tvíhljóð
á undan ng, nk . . . VII. Einhljóð eða tvíhljóð á undan gi [ji] . .. VIII.
önghljóð eða lokhljóð á undan ð . .. IX. Einhljóðun tvihljóða ... X. Nokk-
ur atriði um framburð einstakra orða. Þá er útdráttur á ensku, skrá um
skólahverfi á Islandi og uppdráttur Islands með skólahverfum.
Skylt er að taka fram, að rannsóknir Bjöms Guðfinnssonar em ómetan-
legar öllum þeim, sem við íslenzka hljóðfræði fást, ekki sízt þeim, sem