Skírnir - 01.01.1965, Síða 211
Skírnir
Ritfregnir
193
of Icelandic Dialectal Pronunciation í Acta Philologica Scandinavia III.
Björn talar miklu varlegar um þetta atriði í Breytingum á frambur'Si og
stafsetrángu, bls. 19, svo að skrifa verður þennan galla að nokkru á kostn-
að útgefenda.
Þá kem ég að hv-/kv-framburði. Hv-framburður er í Mállýzkum II
greindur í kringdan og ókringdan framburð, og örugglega eru bæði þessi
afbrigði til, sömuleiðis nota sumir ýmist kringdan eða ókringdan fram-
burð, eins og einnig sést af skýrslum bókarinnar. Á óvart kemur, að
þeir, sem nota kringda framburðinn, eru samkvæmt bókinni í yfirgnæf-
andi meirihluta og að þeir, sem nota ókringda framburðinn einvörðungu,
eru sárafáir. Björn segir sjálfur í Breytingum, bls. 21, að á hv-svæðinu
sé „kringingin víðast hvar fremur lítil og sums staðar alls engin, eink-
um í ákveðnum samböndum". Ég hefi reynt að leggja eyrun við, þegar
ég hefi heyri hv-framburð, og mjög sjaldan befi ég heyrt kringda af-
brigðið. Ég hygg það líka oftrú á mannlegri heyrn að fullyrða, að um
kringdan framburð sé að ræða, ef könnuðinum virðist kringingin „frem-
ur lítil“. Ég leyfi mér því að vefengja, að kringdi framburðurinn sé svo
miklu tíðari en hinn ókringdi. Gagnstæðri niðurstöðu hefði ég trúað bet-
ur. En úr þessu máli verður ekki örugglega skorið nema með notkun
vísindatækja.
Um réttmæli-flámæli, sem svo er kallað í bókinni, mætti ýmislegt
segja. I orðinu réttmœli felst mat. Orðið flámæli er hins vegar hæpið frá
fræðilegu sjónarmiði. 1 rauninni ætti það aðeins að tákna það, að hljóð
fjarlægist (verður opnara), en það er einnig notað um, að hljóð nálægist
(verður lokaðra). Æskilegast væri að hafa hlutlaus orð um þessi fyrir-
bæri, sem jafnframt væru ekki fræðilega villandi. En nti vill svo til, að
slík orð hafa enn ekki verið gerð. Ég hefi því fremur kosið að nota orð,
sem fela í sér mat, en þau, sem eru fræðilega villandi, og tala því um
réttmœli og hljóSvillu. Á þetta vil ég aðeins benda, en þetta á ekki að
vera nein gagnrýni á þá, sem kosið hafa að nota önnur orð.
Hins vegar felli ég mig illa við táknun flámælishljóðanna í Mállýzk-
um II og raunar öðrum ritum Bjöms Guðfinnssonar. Til þess að tákna
[i:], sem fjarlægist, er notað táknið [j:] og til þess að tákna [e:], sem
nálægist, er notað táknið [g:]. Á sama hátt eru notuð táknin [y:] og
[Ö:] fyrir hitt hljóðvilluhljóðið. 1 þessari bók og sömuleiðis í Breytingum
eru hljóðvilluhljóðin réttilega sögð vera millihljóð, annars vegar milli
[i:] og [e:], liins vegar á milli [y:] og [ö:], að visu með misjöfnu opn-
unarstigi, sem þó er sagt, að sé einstaklingsbundinn munur, t. d. er sagt
um [{:]: „og er opnustig þess misjafnt eftir því, hver í hlut á“ (Máll.
II, 81). Ég hefi ekki séð því haldið fram, að i, sem fjarlægist, hafi minna
opnunarstig en e, sem nálægist. Hér er því engin deila um það, að um
millihljóð sé að ræða í báðum tilvikum. Er því ástæðulaust að tákna hljóðið
á tvo vegu, enda þótt um mismunandi uppmna sé að ræða. Ég nota [e:]
fyrir annað hljóðvilluhljóðið, en [a:] fyrir hitt, en get þess jafnframt í
13