Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 212
194
Ritfregnir
Skímir
kennslu, að opnunarstigið geti verið misjafnlega mikið hjá hverjum ein-
staklingi og jafnvel i mismunandi orðum hjá sama einstaklingi. En svip-
að á sér raunar stað um fleiri hljóð. Það er misskilin „nákvæmni" að
nota fleiri hljóðtákn en nauðsynleg eru, og engan veginn fræðileg af-
staða að láta lögboðna stafsetningu hafa áhrif á hljóðritun. Rétt og skylt
er að taka fram, að dr. Eimi var ljóst, að sumir hljóðvilltir menn að
minnsta kosti bera fram tvihljóð, þ. e. [ie:] og [yö:], en hann flokkaði
ekki hljóðhafa eftir þvi, hvora tegund hljóðvilluhljóða þeir notuðu, enda
var slíkt ógemingur með ]>eim aðferðum, sem hann varð að beita og lýst
hefir verið. f þessu tilviki ofmat hann ekki hljóðheym sína. Þeir gallar
á hljóðritunarkerfi dr. Bjöms, að ]>ví er varðar hljóðvillu, sem ég hefi
nú rakið, geta engan villt, en með einfaldari táknum var hægt að sýna
nákvæmlega hið sama.
Ég mun ekki fjalla um mörg fleiri atriði. Þó langar mig til að vikja
dálítið að einhljóðun tvíhljóða, t. d. þegar [laihknir] verður [lahkmr].
Á bls. 171 segir, að engin dæmi hafi fundizt um hana úr Norður-Þing-
eyjarsýslu, Múla- og Skaftafellssýslum. Mér kemur þetta nokkuð spanskt
fyrir sjónir. Ég hefi spumir af þessu fyrirbæri af sumum þessum slóð-
um og efa, að fyrirbrigðið sé yngra þar en frá þeim tíma, er rannsóknir
dr. Björns fóm fram. Ég veit einnig ömgglega, að fyrirbrigðið er kunn-
ugt í Vestmannaeyjum. En Vestmannaeyingar urðu út undan í rann-
sóknum dr. Björns. Það hefir sagt mér aðstoðarmaður dr. Björns, Ólafur
M. Ólafsson cand. mag., að af heilsufarsástæðum hafi dr. Bjöm orðið að
sleppa fyrirhugaðri könnun sinni þar. En gera þyrfti athugun á því,
hvort einhljóðunin er á einhvem hátt staðbundið fyrirbæri. Mér hefir
ekki virzt hún vera það, en hins vegar gæti ég trúað því, að mismikið
beri á henni, þ. e. að hún nái til hlutfallslega fleiri einstaklinga á sum-
um stöðum en öðrum.
Síðasti kaflinn, sem fjallar um framburð einstakra orða, er skemmti-
legur og um sumt gagnlegur, en ýmsu mætti við hann bæta. Þetta er
mjög eðlilegt, því að á kaflann ber að líta sem athugasemdir, sem dr.
Björn hefir skráð hjá sér án þess að ætlast til, að um fullnaðar rannsókn
sé að ræða. Sumt af því, sem hann minnist á, er áreiðanlega útbreidd-
ara en ætla mætti af athugunum hans. Ég tek sem dæmi framburðinn
[fje:qyr] í stað [fjö:qyr]. Dm fyrr talda framburðinn eru aðeins fá
dæmi, flest úr Reykjavík (bls. 181). Ég hefi miklu meira orðið var við
þennan framburð nyrðra, t. d. á Akureyri. Þar með fullyrði ég þó ekk-
ert um, hvar hann er algengastur. 1 sambandi við þennan framburð
þyrfti einnig að athuga framburðinn [smje:r] og [mje:l].
'ímislegt fleira mætti minnast á. En ég læt hér staðar numið. Enda
þótt ég hafi gert hér ýmsar athugasemdir, vil ég að endingu leggja
áherzlu á, að ég tel Mállýzkur II merkisrit, og eiga allir þeir, sem ná-
lægt þvi hafa komið að gera bókina úr garði, mikið lof skilið.
Halldór Halldórsson.