Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 213
Skírnir
Ritfregnir
195
Gösta Franzén: Laxdælabygdens ortnamn (Acta Academiae regiae
Gustavi Adolphi XLII). Uppsala 1964.
Bók þessi fjallar um örnefni i Laxárdal í Dalassýlu eða nánara til-
tekið í Laxárdalshreppi. Höfundur hókarinnar, Gösta Franzén, er Svii
að ætt og uppruna, en hefir um ára hil verið prófessor í Norðurlanda-
málum i Chicago í Bandarikjunum. Hann hefir oft komið til Islands, er
mjög vel að sér í íslenzku máli og bókmenntum, enda leggur hann mikla
áherzlu á íslenzk fræði við kennslu sina í Chicago.
Prófessor Franzén rekur í inngangi bókar sinnar markmið rannsókn-
arinnar á örnefnum í Laxárdal. Hann bendir á, að íslenzk ömefni hafi
miklu minna verið rannsökuð en önnur norræn örnefni. Hann rekur
helztu rit og ritgerðir, sem um íslenzk ömefni fjalla, og minnist á hið
mikla og dýrmæta ömefnasafn, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Islands.
öll þessi gögn hefir hann kjmnt sér. En hann lét ekki þar við sitja,
heldur dvaldist hann á Islandi í tvo mánuði sumarið 1960, ferðaðist þá
um Laxárdalshrepp, safnaði nýju efni og sannprófaði eldri söfn. Af þessu
sést, að ekki hefir verið kastað höndum til verksins. Um markmið rann
sóknarinnar sérstaklega segir höfundur:
Avsikten med föreliggande undersökning har i första hand varit
att söka ge en vetenskaplig presentation av namnskicket inom en
islandsk bygd. ... Som den följande framstállningen kommer att
visa, har syftet med den sprákliga behandlingen ej enbart varit att
prestera tolkningar utan dárjámte att placera de islándska namnen
i deras nordiska sammanhang. Mánga problem rörande det islándska
materialet har kunnat belysas genom hánvisningar till grannlán-
dema, í frámsta mmmet Norge och Fáröama. Inte sá sállan ár för-
hállandet givetvis omvánt. (bls. 11).
Sérstakur hluti inngangsins er helgaður aldri örnefnanna (bls. 16—18).
Niðurstaðan er sú, að nöfn á meiri háttar stöðum séu yfirleitt gömul,
en nöfn á einstökum stöðum innan landamerkja jarða („ágonamn") hafi
siðri skilyrði haft til að varðveitast („har haft mindre möjligheter att
bli traderade genom árhundradena"). Þetta er mjög sennileg niðurstaða,
en erfitt er að færa sönnur á hana. Stafar það af þvi, að miklu minni
heimildir em frá fyrri öldum um þessi síðar nefndu ömefni. Jarðir gengu
kaupum og sölum, koma við sögu i sambandi við erfðamál o. s. frv. Mörg
fornbréf varðveita þannig nöfn jarðanna, og ýmsar aðrar heimildir em
tun slík meiri háttar nöfn. Aftur á móti er það að jafnaði hrein hending,
að heimildir um hin nöfnin hafi geymzt. Þó má stundum ráða af nafn-
liðum — eins og höfundur tekur réttilega fram —, hvort nafn er gam-
alt eða ungt. En yfirleitt verður þó að fara mjög varlega í sakir um þess
konar ályktanir.
Að inngangi loknum fjallar höfundur um einstök ömefni. 1 aðalatrið-
um er flokkun hans á þessa leið: bæjanöfn, nöfn á eyðibýlum, seljanöfn,
nöfn é stekkjum, nöfn á túnum og engjum, landamerkjanöfn, eyktamörk,