Skírnir - 01.01.1965, Síða 214
196
Ritfregnir
Skirnir
nöfn á vegum og stígum, nöfn á vatnsföllum (ám, lækjum, fossum o. s.
frv.), nöfn á vötnum, tjörnum, síkjum o. s. frv., nöfn á mýrum, nöfn á
dölum, lægðum, gjám o. s. frv., nöfn é fjöllum, ásum o. s. frv. — sér-
stakur kafli er um orðin hóll og holt og samsetningar af þeim — nöfn
á móum, melum o. s. frv., og loks fjallar síðasti kaflinn um ýmiss konar
nöfn, t. d. nöfn á skógum, grenjum, dysjum og töngum. Að lokum er efn-
iságrip á ensku, skrá um styttingar og nafna- og orðaskrá.
Mér virðist bók Franzéns vel unnin. Hann hefir viðað að sér miklu
efni bæði úr munnlegum og rituðum heimildum og unnið úr þeim. Við-
tæk þekking hans á norrænum örnefnarannsóknum hefir verið honum
mikill styrkur við samningu bókarinnar. Þessi bók er einn steinninn í
þá stóru byggingu, sem íslenzk örnefnafræði væntanlega verður. Þar
eru mörg verkefni algerlega óleyst, en væntanlega kemst meiri skriður
á það mál, þegar örnefnadeild Handritastofnunar Islands kemst á lagg-
irnar.
Eitt vandamál við íslenzkar örnefnarannsóknir er það, hver ömefni
landnámsmenn hafa flutt með sér beint úr átthögum sinum og hver þeir
hafa myndað sjálfir i samræmi við þær nafnvenjur, sem þeir voru upp-
aldir við, og loks hver þeir — ef til vill — hafa gert á nýjan og frum-
legan hátt. Þetta er vafalaust erfitt efni, sérstaklega vegna skorts á heim-
ildum um norsk örnefni frá landnámsöld. En mikill styrkur er að þvi,
að Norðmenn hafa safnað miklu af ömefnum og mikið hefir verið um
þau ritað. Með ýmsu móti má álykta, hvort norsk örnefni em gömul eða
ekki, þótt hér verði ekki rakið. Þessi samanburður á norskum og íslenzk-
um örnefnaforða gæti orðið mikilsverður þáttur í íslenzkri orðmyndunar-
sögu. Enn fremur geymast í íslenzkum ömefnum orð, sem ekki eru
annars notuð eða eru staðbundin í nútímamáli. Islenzkar ömefnarann-
sóknir hafa þannig ekki aðeins gildi í sjálfu sér, heldur hafa almennt
málsögulegt gildi. Ekki sízt af þeim sökum er rannsókn íslenzkra ör-
nefna brýnt verkefni.
Prófessor Gösta Franzén á miklar þakkir skildar fyrir framtak sitt,
og ætti það að verða íslendingum hvöt til að sinna þessu vanrækta sviði
islenzkrar málvísi.
Halldór Halldórsson.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Skrá um íslenzkar þjóðsögur
og skyld rit. Þjóðsaga. Reykjavik 1964.
Islenzkar þjóðsögur em ekki aðeins skemmtilegt og girnilegt lestrar-
efni, þær skipa einnig virðulegan sess í þeirri fræðigrein, er nefna má
samanburðarþjóðsagnafræði, þar sem reynt er að rekja uppruna, út-
breiðslu og þróun sagna og ævintýra. Á Islandi eru margar sögur með
mjög fornlegum og frumlegum blæ, er ætla má, að séu lítt breyttar frá
landnámsöld. Mestur hluti þeirra virðist hafa borizt frá Noregi, en einn-
ig er ýmislegt, ekki sízt í ævintýmnum, sem ber vott um viðskipti Is-