Skírnir - 01.01.1965, Page 216
198
Ritfregnir
Skímir
um islenzk þjóðsagnasöfn. Nú, þegar tuttugu og fimm ár eru liðin, má
þó ýmislegu við þetta bæta. Slíka tilraun hefur Steindór Steindórsson frá
Hlöðum gert með skrá sinni, sem er tilefni þessa spjalls. Steindór er einn
þeirra mörgu íslenzku áhugamanna á þjóðfræði og bókfræði, er hafa lagt
margan skerf til varðveizlu og kynningar íslenzkra þjóðsagna. Segir hann
sjálfur, að ritið hafi verið samið „höfundi sínum til skemmtunar og
bókaunnendum og bókasafnendum til nokkurs hægðarauka“. Yafalaust
hefur honum tekizt að ná báðum þessum markmiðum. Þó má sumt lag-
færa og mörgu við bæta í kver hans, og verður hér á eftir gerð lítils
háttar tilraun í þá átt.
Sá, sem þetta ritar, er ekki bókfræðingur, og verður hér ekki sér-
staklega rætt um nákvæmni bókarinnar varðandi útgáfuár og útgáfu-
staði rita, fjölda blaðsíðna og því um líkt, enda er flest af þessu í ágætu
lagi, að því er ég get bezt séð. Nefna má þó, að ritið Von Prinzen, Trol-
len urtd Herrn froh, sem getið er á 52. bls., er prentað í Schloss Bentlage
bei Rheine, Westfalen — ekki í Jahresgate, sem er prentvilla fyrir Jahres-
gabe (ársgjöf). (Fyrir þá, er kæra sig um að hafa allar upplýsingar sem
réttastar, má einnig geta þess, að íslenzku ævintýrin tvö, sem þama eru
út gefin í fyrsta sinni, eru þýdd af Hermann Höner — ekki Hömer,
eins og stendur oftsinnis í bókinni). Ónákvæmni í bókaheitum er nokk-
ur hjá Steindóri: Höfuðrit Sigfúsar Sigfússonar (23. bls.) heitir fslenzkar
þjóSsögur og -sagnir (ekki sagrdr), kver Skugga (o: Jochums M. Eggerts-
sonar) heitir ekki Galdrabók (42. bls.) heldur GaldraskrœSa. 1 ritgerð
Þorsteins Jósepssonar, Islenzkar þjóSsögur á erlendum málum, sem fylgir
skránni, er sænskan brengluð á þvi, er segir um forlagið, sem gaf út
þjóðsögur Jóns Árnasonar í þýðingu Rolfs Nordenstrengs (þó er allt
rétt í sjálfri skránni, 51. bls.). Fleira af þessu tagi mætti liklega til tina,
en það nemur varla miklu. Við skulum því snúa okkur að atriðum, er
skipta meira máli, athuga flokkaskiptingarkerfi bókarinnar og árangur af
viðleitni höfundarins að fá skrána sem fyllsta.
Steindór skiptir riti sínu í sjö flokka: 1. Þjóðsögur, 2. Sagnaþættir,
3. Draumar og dulskynjanir, 4. Draumaráðningar, 5. Þjóðhættir, skemmt-
anir, rit um þjóðtrú o. fl., 6. Bamabækur, 7. Erlendar þýðingar íslenzkra
þjóðsagna. Eins og þegar hefur verið nefnt, fylgir auk þess bókinni sér-
stök ritgerð, Islenzkar þjóSsögur á erlendum málum, eftir Þorstein Jóseps-
son. Einnig er í formála gerð nokkur grein fyrir flokkaskiptingunni,
bókfræðilegum heimildarritum o. fl.
1 fyrsta flokknum em rit, er hafa aðeins, eða a. m. k. aðallega inni að
halda þjóðsögur, þ. e. munnmælasögur af þeim tegundum, sem venju-
lega em kallaðar þjóðsagnir og ævintýri. Þetta er að sjálfsögðu sá flokk-
ur, er skiptir mestu í þessu sambandi, enda er hann lengstur og langbezt
til hans vandað. Af heilum bókum, sem eiga hér heima, get ég ekki bent
á neitt, sem vantar, nema Nýtt sagnakver eftir Einar Guðmundsson
(Rvk. 1957). Þó er, eins og höfundur tekur fram í formála sínum, mik-