Skírnir - 01.01.1965, Síða 217
Skímir
Ritfregnir
199
ið af þjóðsögum innan um í sagnajiáttasöfnum og þess kyns, og erfitt að
draga skörp skil milli flokkanna. Rit eins og Skrudda Ragnars Ásgeirs-
sonar, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt, er fullt af þjóðsögum og ætti
ef til vill frekar að vera meðal þeirra heldur en i sagnaþáttaflokknum.
1 mörgum ævisögum, sóknar- og sýslulýsingum o. fl. eru lika heilir kafl-
ar, er hafa einungis þjóðsögur inni að halda. Sjá t. a. m. Hornstrendinga-
bók Þórleifs Bjarnasonar, 209.—303. hls., en sú bók hefur lent í fimmta
flokki hjá Steindóri. Að mínum dómi hefði farið vel é því, að slik rit
hefðu verið nefnd á fleiri stöðum, eða a. m. k. vísað til þeirra úr flokki
til flokks. Slikt hefði að vísu krafizt meiri vinnu, en þó orðið eirikar
þarflegt verk. Á nokkrum stöðum gerir höfundur stuttar athugasemdir
við bækurnar auk þess, er kemur hinu bókfræðilega beint við. Slíkt er
oftast þakkar vert. Sem dæmi skal nefnt, að Steindór bendir á, að kverið
Hornslranda þjóSsagnir frá fyrri tímum er „nútímasamsetningur, sem
ekki á heima i þjóðsögum" (18. hls.). Þetta er efalaust rétt. Hins vegar
getur athugasemdin við bók Ásmundar Helgasonar frá Bjargi, Ævintýri
og þjóSsögur, ekki staðizt. Steindór segir, að efnið sé að mestu erlend
ævintýri, en samt nokkrar íslenzkar þjóðsögur (14. bls.), en þetta er allt,
eða nærri allt, rammíslenzkar sögur. Hitt er svo annað mál, að Ásmundur
gefur í skyn, að flest ævintýrin séu þýdd og tilfærir jafnvel, hvaðan þau
eigi að vera, „frá Sikiley", „frá Svartfjallalandi“ o. s. frv. En þetta er
ekkert annað en hugdettur Ásmundar. Sá, er getur gefið nánari upplýs-
ingar um, hvers vegna Ásmundur hefur reynt að ginna lesendur sina
á þennan hátt, gerði ævintýrafræðinni góðan greiða.
Fyrir hugtakinu sagnaþáttum gerir Steindór góða grein í formála
sinum. Hér eru sögur, er „fjalla um nafngreinda menn og atburði, en
uppistaða frásagnarinnar er munnleg geymd, enda þótt oft sé miklu við
aukið af efni eftir öðrum leiðum, og höfundarnir hafa ætið mótað efnið
meira eða minna.“ Eins og kunnugt er, úir og grúir af slíku, og er tæp-
lega unnt að safna öllu þessu saman. Steindór hefur reynt að takmarka
sig við rit, er hafa sérstakt gildi fyrir þá, sem hafa áhuga á þjóðsögum,
og hann hefur einkum sneitt hjá þeim bókum, „sem að aðallega fjalla
um samtimamenn höfunda eða eru samdir að mestu eða öllu eftir skjal-
legum gögnum". Um þessar reglur er ekkert nema gott að segja. Þó
saknar maður sérstaklega bóka Eyjólfs Guðmundssonar (Afi og amma,
Rvk. 1941, Pabbi og mamma, Rvk. 1944, og Lengi man til lítilla stunda,
Rvk. 1948), svo að við tölum ekki um hið mikla listaverk Snæbjamar
Kristjánssonar, Saga Snœbjarnar í Hergilsey (Ak. 1930). Að visu má
segja, að þessar bækur falli utan við það svið, er Steindór hefur markað
sér, þar sem þær fjalla um nútimamenn og em auk þess endurminningar
og ekki sagnaþættir i strangri skilningu, en enginn maður, er hefur
unun af islenzkum þjóðsögum og reynir að skilja skilyrðin fyrir sköpun
og lífi þeirra, getur án þessara bóka verið. Þar sem Steindór gerir sér-