Skírnir - 01.01.1965, Page 218
200
Ritfregnir
Skírnir
staka undantekningu um bækur Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli,
myndi ég einnig hafa kosið að hafa Svipir og sagnir (Ak. 1948) og
Hlynir og hreggviöir (Ak. 1930) í skránni, því að í þeim bókum eru
margir þættir eftir Magnús. Margt fleira mætti nefna, en ég sleppi því,
þar sem það orkar tvímælis.
í þriðja flokknum, um drauma og dulskynjanir, hefur verið sneitt hjá
ritum um miðlafyrirbæri og ævisögum og frásögnum af islenzkum miðl-
urn. Þótt sumt af þessu tagi sé ekki alveg þýðingarlaust frá þjóðsagna-
legu sjónarmiði, get ég alveg fallizt á, að flestar slíkar bækur séu frem-
ur lítils virði. Sama gildir reyndar einnig um margt, sem upp hefur ver-
ið tekið i þessum kafla, en vafalaust hefur Steindór á réttu að standa, er
hann bendir á, að „dulskynjanir og dularreynsla ýmiskonar hefir frá
fornu fari verið uppistaðan í sterkustu þáttum þjóðtrúarinnar". Einnig
ber ekki að neita því, að margur gimsteinn glóir í sorpinu. Er því rétt-
ast að halda öllu slíku til haga, alltaf kemur tími til þess að vinza úr.
Af þess háttar bókum, sem ég þekki til, en finn hvergi hjá Steindóri,
eru þessar hinar helztu: Friðrik Andrésson, Draumar (Rvk. 1904), Hall-
dóra Björnsdóttir, Hinn mikli draumur (Rvk. 1956), Sigfús Eliasson:
Raddir Ijóssins. Rödd prestsins úr djúpinu. Dulheyrn Sveiribjargar Sveins-
dóttur ... (Rvk. 1944). Draumur Elísabetar Þorleifsdóttur (sjá 34. bls.
í skránni) hefur einnig verið gefinn út í Reykjavík 1927.
1 flokknum um draumaráðningar mun, eins og Steindór segir, flest
allt vera þýtt úr erlendum málum. Það hefur samt sitt gildi að fá þessu
safnað, því að það segir sína sögu um, hve römm taug draumatrúin er
hjá íslendingum, að spum eftir slíkum bókum hefur verið eins mikil
og raun virðist. Einnig hefur margt af þessu komizt inn i munnmæli
á Islandi fyrir langalöngu. Þýdd draumaráðningakver voru til í hand-
ritum, áður en prentlistin kom til sögunnar; meira að segja vottar oft-
sinnis fyrir þessu í fslendingasögunum og öðrum fornritum. 1 þessum
kafla finn ég ekki hjá Steindóri bók Guðmundar Jónssonar Drauma-
ráSningar (Rvk. 1936) né bók með sama titli eftir G. Magnússon (Winni-
peg 1897). Einnig finnst mér, að vel hefði farið á því að skrásetja sér
í flokki rit um veðurspár, spáspilaspár, lófalist, plánetufræði o. fl. Allt
þetta efni hefur orðið útundan í kveri Steindórs.
Kaflinn um þjóðhætti, skemmtanir, þjóðtrú o. fl. er vafalaust veikasti
þáttur bókarinnar, enda hefur harla sundurleitu efni verið hrúgað þar
saman, eins og fyrirsögnin ber með sér. Hefði verið til mikilla bóta, ef
höfundur hefði frekar valið þann kost að hafa fleiri og samfelldari flokka.
Ég ætla að leiða hjá mér að tala um þjóðháttarit, því að ég er alls
ófróður um þau efni. Hin atriðin skulu hér nokkuð rædd, en það, sem
ég kann við að auka, er þó flest á erlendum málum eða úr tímaritum,
og verður að taka fram, að Steindór nefnir í formála sínum, að hann
veit það vel, að ritsmíð hans stendur til bóta einmitt á þeim sviðum.