Skírnir - 01.01.1965, Side 219
Skímir
Ritfregnir
201
Margar slíkar bækur og greinar eru samt ómissandi öllum, er hafa áhuga
á íslenzkum þjóðsögum. Meðal rita um þjóðsagnir og ævintýri mætti
m. a. nefna greinar Einars Öl. Sveinssonar Islandske folkeeventyr og Is-
landske folkesagn (Nordisk kultur IX, Kh. 1931, 285.—95. og 185.—98.
bls.). Þá hefur sami höfundur skrifað merka grein um galdramannasög-
ur, Folksdgner om islandska háxmastare (Arv 2, 1946, 111.—24. bls.).
Fróðleg grein um mikilvægt efni er líka SannfrceSi íslenzkra þjöSsagna
eftir Guðna Jónsson (Skírnir 114, 1940, 25.—57. bls.). Um galdra og þess
kyns fjalla auk þeirra rita, er nefnd em í skrénni, m. a. En islandsk
suartkonstbok frdn 1500-talet, er Natan Lindqvist gaf út (Uppsala 1921),
Islándische Zauberzeichen urtd Zauberbucher eftir Ölaf Davíðsson (Zeit-
schrift des Vereins fur Volkskunde 13, 1903, 150.—67., 267.—79. bls. og
III.—VIII. myndabl.) auk margra greina eftir Áma Óla í bókum hans
GrafiS úr gleymsku (Rvk. 1959) og Frásagnir (Rvk. 1955. Sjá einnig
Menn og menntir siSskiptaaldarinnar á Islandi IV eftir Pál Eggert Ólason
(Rvk. 1926), 369.—70. bls., og LandfrœSisögu fslands 2 eftir Þorvald
Thoroddsen (Rvk. 1898), 20.—52. bls. Þar sem hið ágæta rit Ölafs Briems
Útilegumenn og auSar tóttir hefur verið tekið með, væri líka ástæða að
minnast á aðrar bækur um útilegumenn, svo sem Jan Spoeltsar: De vogel-
vrijen in de ijslandse letterkunde (Haarlem 1938) og H. Reykers: Die
islándische Áchtersage (Marburg 1936). Almennt um íslenzka þjóðtrú
eða sérstaka þætti hennar fjalla meðal annars: Alfred Backman: Folktro
pá Island (Ymer 31, 1911, 317.—48. bls.), Magnús Finnbogason: Máttur
nafnsins í þjóStrúnni (Skírnir 107, 1933, 97.—111. bls.), Ólafur Davíðs-
son: lslenzkar kynjaverur í sjó og vötnum (Tímarit Hins íslenzka bók-
mentafélags 21, 1900, 159,—88. bls., 22, 1901, 127,—76. bls. og 23, 1902,
29.—47. bls.; nú aðgengilegast í ÞjóSlífsmyndum, Rvk. 1949, 263.—366.
bls.), Paula M. Sluijter: Ijslands volksgeloof (Haarlem 1936), Dag Ström-
back: Nagra drag ur áldre och nyare islándsk folktro (Island. Bilder fran
gamrrud och ny tid. Uppsala 1931, 51.—77. bls.), og Sæmundur Eyjólfs-
son: ÞjóStrú og þjóSsagnir (Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags 12,
1891, 97.—145. bls.). Þá hefur m. a. ekki verið minnzt á þau rit, er
fjalla einkum um þjóðtrú og töfra í fomritunum (nokkur hin helztu
þeirra má finna t. d. i bókaskránni í riti Dags Strömbácks Sejd, Stock-
holm 1935, og í bókaskránni í bók minni Norrön niddiktning 1, Stock-
holm 1965, en samt er langt frá því, að öll kurl séu komin til grafar).
I skrá eins og þessari þyrftu einnig að vera sérstakir kaflar um útgáfur
á dönsum, gátum, málsháttum o. fl. og einnig um fræðirit varðandi þessi
efni, en það mál verður ekki rætt að sinni.
Við kaflann um barnabækur hef ég ekkert að athuga, enda þekki ég
það efni lítið. Sama gildir einnig um lokakaflann um islenzkar þjóð-
sögur i erlendum þýðingum. Þó má geta þess, að margar sögur úr safni
Odds Bjömssonar hafa verið þýddar eða endursagðar á sænsku í áður-