Skírnir - 01.01.1965, Síða 220
202
Ritfregnir
Skímir
nefndu riti eftir Alfred Backman, og þar eru einnig nokkrar sagnir úr
fórum Odds, sem hafa ekki annars staðar yerið prentaðar, að því er ég
bezt veit.
Mörgum kann að þykja, að þetta hafi orðið heldur langt mál og
margar smásmugulegar athugasemdir hafi verið gerðar við hók, sem
höfundurinn ætlar ekki hlutverk vísindarits. Þó er sízt ætlan mín að
gera lítið úr riti Steindórs. Ekki er von, að eins stóru og vandasömu
verkefni og því, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, verði gerð full
skil í fyrstu lotu. En hókin ber vott um ást og hlýleik í garð þjóðsagn-
anna, og í henni er kominn saman geysimikill efniviður, er vafalaust
á eftir að koma mörgrnn að góðu gagni. Steindór á þvi miklar þakkir
skildar frá þjóðsagnafræðingum og öllum þeim, er þjóðsögum unna.
Bo Almqvist.
Bo Almqvist: Norrön niddiktning. Traditionshistoriska studier i vers-
magi. I. Nid mot furstar. Uppsala 1965.
Höfundur þessa rits, Bo Almqvist, dvaldist rnn árabil við Háskóla Is-
lands, fyrst sem nemandi í íslenzku, en síðar sem kennari í sænsku. Á
þeim árum lagði hann mikla alúð við rannsókn íslenzks ákvæðaskáld-
skapar. Og er hann hvarf aftur til Sviþjóðar sumarið 1960, hafði hann
safnað ógrynnum af íslenzkum ákvæðavísum, er ýmist voru teknar úr
prentuðum bókum, handritum eða af vörum þjóðarinnar. Honum tókst
að finna heimildir um 200 kraftaskáld eftir siðaskipti. En þá þverhattar
fyrir, og á næstu öldum á undan er lítið sem ekkert að hafa af því tagi.
Höfundur telur ekki óhugsandi, að ákvæðaskáldskapur hafi færzt nokk-
uð i aukana um siðaskiptin, er alþýðan var svipt dýrlingum sínum, er
hún gat leitað til í hversdagslegustu raunum lífsins. Hins vegar telur
hann ekki líklegt, að trúin á mátt skéldskaparins hafi komið upp á seinni
hluta 16. aldar. Hitt verður þyngra á metunum hjá honum, að bók-
menntir fslendinga á siðmiðöldum eru ekki með þeim hætti, að þar sé
að vænta mikillar vitneskju um kraftaskáld. Allt öðru máli gegnir um
fombókmenntirnar. Þar er allviða getið um níð, sem í sumum tilvikum
virðist hafa haft svipuð áhrif og ákvæðaskáldskapur siðari alda. Höfundur
taldi því rétt að gera rækilega rannsókn á fomu níði, áður en hann tæki
til við seinni tíma kraftaskáld. En þetta efni hefur vaxið svo í höndum
hans, að aðeins fyrri hluti þess: níð gegn þjóðhöfðingjum, hefur orðið að
heilli bók, er aflað hefur höfundi doktorsnafnbótar með lofi.
1 upphafi ritsins gerir höfundur grein fyrir þeim mun, sem er á
ákvæðaskáldskap annars vegar og særingum eða galdraþulmn hins vegar.
Ákvæðaskáldskapurinn er ávallt ortur af ákveðnu tilefni, og áhrif hans
eru bundin við stað og stund og það hugarástand, sem skáldið er í, er
það mælir hann fram. En tilgangslaust er fyrir aðra að hafa hann yfir
til þess að ná svipuðum áhrifum. Særingin er hins vegar almenns eðlis,
og hana getur hver maður notað svo oft sem hann vill.