Skírnir - 01.01.1965, Blaðsíða 222
204
Ritfregnir
Skímir
Hins vegar bendir Almqvist á fleiri heimildir, sem sameiginlega bera
því vitni, að tim 1200 (og ef til vill löngu fyrr), hafi verið til alkunn
sögn um það, að Hákoni hafi sviðið undan níði Þorleifs. Og margt i
þeirri sögn minnir á þjóðsögur um kraftaskáld siðari tíma.
Að lokum vil ég segja þetta. Bókin ber höfundi sínum fagurt vitni um
alúð og skarpskyggni. Hann virðist vera furðu ratviss um myrkviði tor-
ráðinna heimilda og ginnandi hleypidóma. Niðurstöður hans eru vel
grundaðar, svo að þeim verður eigi auðveldlega hnekkt. En nákvæmni
höfundar dregur þann dilk á eftir sér, að efnið verður næsta fyrirferðar-
mikið. Og af því hlýtur að leiða, að lengur þarf að bíða en ella eftir
bókinni um íslenzk kraftaskáld. En þeirrar bókar bíða margir með
óþreyju.
Ölafur Bríem.
Lars Lönnroth: European Sources of Icelandic Saga-Writing. Stokk-
hólmi 1965.
Nýlega varði við Stokkhólmsháskóla ungur sænskur vísindamaður að
nafni Lars Lönnroth doktorsritgerð um evrópskar heimildir íslenzkrar
sagnaritunar. Hún er óvenjuleg að því leyti, að hún er fjórar sjálfstæðar
ritsmíðar, og hafa engar tvær birzt í sama riti. Þær eru þessar:
Studier i Olaf Tryggvasons saga. Samlaren 1963. — Det litterara
portrattet i latinsk historiografi och islandsk sagaskrivning. En komparativ
studie. Acta philologica Scandinavica 1965. — Kroppen som sjálens spegel.
Ett motiv i de islándska sagorna. Lychnos 1964. — Tesen om de tvá kul-
turema. Kritiska studier i den islándska sagaskrivningens sociala förut-
sáttningen. Scripta Islandica 1964.
Þessar greínar hefur hann síðan fellt undir sameiginlegt heiti: Euro-
pean Sources of Icelandic Saga-Writing, og segir það til um markmið
rannsóknarinnar: að sýna afstöðu eða tengsl forarar íslenzkrar sagnarit-
unar til evrópskra samtimabókmennta. Höfundur kemst að mörgum nýstár-
legum niðurstöðum og eru þessar helztar:
Islendingasögur hafa vaxið úr erlendum, klerklegum jarðvegi. Islenzku
þjóðfélagi 13. aldar verður ekki skipt í tvær andstæðar fylkingar, klerka
með alþjóðleg viðhorf og veraldlega höfðingja með þjóðleg viðhorf, eins
og sumir hafa viljað vera láta. Bændur hafa ekki átt bækur, til þess voru
þær of dýrar; fáir þeirra hafa kunnað að skrifa, en allmargir að lesa.
Bókagerð hefur farið fram á sömu lund og annars staðar í Evrópu. Hún
er iðkuð til að fullnægja eftirspurn og gerð eftir pöntun höfðingja, sem
halda henni uppi með herskara af riturum. Menn 13. aldar hafa engan
mun gert á Njálu og dýrlingasögu. Mannlýsingar (portrátt) Islendinga-
sagna eru erlendar að uppruna. Enginn munur hefur verið gerður á höf-
undum og afriturum. Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson eru ekki höf-
undar í eiginlegum skilningi, heldur hafa þeir sagt fyrir verk sin, þ. e.
látið öðrum eftir að semja þau. 0. s. frv., o. s. frv. Meginniðurstöðu höf-