Skírnir - 01.01.1965, Page 223
Skírnir
Ritfregnir
205
unar mœtti orða þannig: Islenzk sagnaritun verður að fullu skýrð sem
angi evrópskra bókmennta, og ástæðulaust er að gera ráð fyrir, að þar
komi einnig til sjálfstæð, germönsk menning.
Eins og sjó má, reiðir höfundur hátt til höggs og vegur að rikjandi
skoðunum um eðli og upphaf sagnaritunarinnar og hefur sjálfur lausn
ó takteinum um flest. Með því að kenningar hans eru margþættar og
varða veigamikil atriði, mætti skrifa heilar bækur um þær, en aðstæður
leyfa að sjálfsögðu ekki slíkt. Svo kemur og annað til. Óþarft er að fjöl-
yrða rækilega um kenningar Lönnroths hverja og eina, þvi að þegar til
kastanna kemur, eiga þær allar rætur að rekja til sömu sjónskekkju: af-
neitunar ó sérstæðu islenzku þjóðfélagi og sérstökum íslenzkum menn-
ingararfi. Lars Lönnroth er sannfærður um, að íslenzkt þjóðfélag 12. og
13. aldar hafi í stórum dráttum verið eins i sniði og meginlandsþjóðir
Evrópu bjuggu við á sama tima. Tilgátur hans og rökstuðningur er að
verulegu leyti fólginn í því að draga ályktanir af erlendum menningar-
aðstæðum um íslenzka bókagerð. Þessi einsýni, sem er höfuðókostur rit-
gerðarinnar, spillir allri rannsókninni og veldur því, að flestar niður-
stöður hennar eiga ekki við rök að styðjast. Ég tel því nægja að láta fylgja
nokkrar lauslegar athuganir hér á eftir.
Islendingasögur eiga sér enga hliðstæðu að efni og stíl í latneskum
bókmenntum miðalda. Þær bera svo af að frumleik og listargildi, að þær
eru með réttu taldar eitt merkasta framlag Norðurlanda til heimsbók-
menntanna. Þegar á að skýra þær sem eingetið afkvæmi erlendra bók-
mennta, verða þúsund ljón á veginum. Við höfum, eins og fyrr greinir,
enga sambærilega erlenda bókmenntagrein, sem setja má í samband við
Islendingasögur til að skýra uppruna þeirra. Og það má spyrja: Af hverju
voru ekki ritaðar í Danmörku svipaðar sögur og Islendingasögur? Ekki
hefur skort söguefnin. Eða í Svíþjóð? Eða i Frakklandi? Það hlýtur að
hafa verið eitthvað, einhver öfl, sem ollu því, að þetta átti sér stað aS-
eins ó fslandi. Þetta er hið sérstaka íslenzka menningaróstand, svo sem
það, að lénsskipulag festi aldrei rætur á fslandi á 12. og 13. öld; íslenzka
kirkjan var þjóðleg í þeim skilningi, að hún laut fram að miðbiki 13.
aldar landslögum; klerkastéttin var í nánum tengslum við höfðingja-
stéttina og flestir biskupar úr henni, svo að hinn innlendi menningar-
arfur fékk að njóta sín.
Og hvernig á að skýra sögustílinn með latínurit ein að bakhjarli?
Lars Lönnroth vikur litið eða ekkert að honum, en viða grillir óljóst í
þá skoðun, að einhver stílþróun frá latinu til innlends sögustíls hafi átt
sér stað á 13. öld. En hvað hefur þá valdið þeirri þróun, þar sem sögu-
ritarar eiga að hafa verið klerkar eða prestlærðir menn?
Bókfestukenningin er jafnfjarstæðukennd og sagnfestukenningin, þeg-
ar verstu hliðar þeirra eða öfgarnar eru látnar ráða. Að gera ráð fyrir
því, að engin munnmæli hafi verið til eða arfsagnir, sem söguhöfundar
hafa getað stuðzt við, er ámóta óviturlegt og telja, að íslendingasögur