Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 224
206
Ritfregnir
Skímir
hafi verið skráðar nær óbreyttar eftir sögusögnum. Allt sem heitir munn-
mæli eða arfsagnir forðast Lönnrotth eins og heitan eldinn, og er aug-
ljóslega undir óhrifum öfgamanna bókfestunnar.
Lars Lönnroth kveður svo að orði, að lítið hafi verið skeytt um erlend
áhrif á íslenzka söguritun og hún nánast talin „isolerat fenomen, i stort
sett op&verkat av utlándska kulturimpulser". (Tesen, 4). Þetta er orðum
aukið, sbr. athugasemdir Sigurðar Nordals í bókmenntasögu hans í Nor-
disk kultur. Hitt er svo annað mál, að erlendum éhrifum hefur ekki ver-
ið nægilega sinnt, enda er ])að efni ákaflega flókið og vandasamt. Allir
gera sér þess grein, að klerklegar og veraldlegar þýðingar eru angi lat-
ínubókmennta. Þá er og ljóst, að sumir flokkar innlendrar sagnaritunar
eru beinlínis sprottnar af erlendum fyrirmyndum, þótt þær fái smám
saman islenzkan svip í máli og meðferð. Þegar á þetta er litið, væri fá-
vizka að ætla, að hvergi bólaði á erlendri bókmenningu í Islendinga-
sögum.
Það orkar ekki tvímælis, að hin sjálfsagða og eðlilega skýring á frum-
leik Islendingasagna er fólgin í þróttmikilli og sérstæðri innlendri menn-
ingu. En án þess að gaumgæfa aðra þætti sagnaritunarinnar, sem renna
frá latínumenningu, verða þær aldrei skýrðar til fullnustu. Deila getur
aldrei staðið um það, hvort Islendingasögur eiga uppruna sinn að þakka
innlendri menningu eða erlendri, heldur um hitt, hvar þrýtur innlendan
menningararf í sögunum og hvar tekur erlendur við. Svarið getur tæp-
ast orðið einhlítt. Það fer eftir hverju einstöku verki. Ef Lönnroth hefði
haft þetta sjónarmið að leiðarljósi, hefði hin mikla þekking hans á mið-
aldabókmenntum komið að betri notum. Svör hans hefðu þá orðið önnur.
f ritgerðum Lönnroths er sú alranga rannsóknaraðferð að benda á
ýmis dæmi um áhrif latínumennta á sagnaflokka eins og biskupasögur,
konungasögur og jafnvel dýrlingasögur til að færa sönnur á erlendan
uppruna fslendingasagna. Þetta gerir hann í skjóli þeirrar skoðunar sinn-
ar, að 13. aldar menn hafi engan greinarmun gert á biskupasögum, kon-
ungasögum, íslendingasögum eða dýrlingasögum. Þessi skipting sé siðar
til komin. Lönnroth lætur svo ummælt:
V&r slutsats máste bli, att islánningama p& detta omráde (þ. e. í
skiptingu bókmenntategunda) inte rört sig med andra begrepp án
dem som var gángse ute i Europa: saga betyder detsamma som
narratio eller historia, vilket innefattar s&vál beráttande historie-
skrivning som andra beráttelser. (Tesen, 15).
Það er rétt hjá höfundi, að flokkun sagna er verk siðari tima manna,
enda segir sig sjálft, að slik kerfi koma á eftir ritun sagnanna. 13. aldar
menn skrifuðu um kveðskap, en þeim láðist að gera grein fyrir sagna-
rituninni, sem von er. Þó geta menn sótt ýmsar ábendingar um bókmennta-
greiningu sagnritunaraldar til orða eins og konungasögur og riddarasög-
ur, sem sýna ákveðna efnisflokka. Og handrit eins og Möðruvallabók,