Skírnir - 01.01.1965, Síða 226
208
Ritfregnir
Skimir
hött að Jjurrka út allan mun á Islendingasögum og dýrlingasögum, enda
verður þá hœgur eftirleikurinn að sanna erlendan uppruna Íslendinga-
sagna af þeim.
Lönnroth heldur því fram, eins og áður segir, að innlend söguritun
hafi farið fram á þá leið, að höfðingjar hafi pantað sögur hjá riturum
sinum, sem voru klerkar. Óþarft er að fjalla um þetta rækilega, þar
sem hann tekur fram:
Den helhetssyn som hár hávdats ... skall nu till slut tillámpas pá
ett enskilt fall av islándsk författarverksamhet — den som brukar
tillskrivas Snorre Sturlasson och hans slaktningar. (Tesen, 77).
Þrjár heimildir taka af öll tvimæli um Sturlu Þórðarson sem „eiginleg-
an“ höfund verka sinna. Haukur lögmaður Erlendsson segir í Land-
nómabók sinni:
En þessa bók ritaða ek, Haukr Erlendsson, eptir þeiri bók, sem rit-
at hafði herra Sturla lpgmaðr, inn fróðasti maðr, ok eptir þeiri bók
annarri, er ritat hafði Styrmir inn fróði. (Landn.b. 1900, 124).
Um þessa heimild segir Lönnroth:
. . . men rita behöver hár inte fattas bokstavligt, och i vilket fall
som helst ár uppgiften frán 1300-talet. (Tesen, 60).
1 hinum svonefnda formála að Sturlungu er skýrt tekið fram, að Sturla
sé höfundur „Islendingasagna" (Sturlunga saga I, 115; útg. J.J. o. fl.).
Á það minnist ekki Lönnroth. Loks er skilmerkilega greint frá höfundar-
starfi Sturlu að Hákonar sögu Hákonarsonar og Magnúss sögu lagabætis
í Sturluþætti. Lönnroth lætur sér hvergi bregða, segir, að þátturinn
bár en legendarisk, ytterst suspekt prágel. De báda sagor, som
frámst brukar tillskrivas honom (þ. e. Sturlu), ár sá olika som tvá
sagor frán den klassiska tiden gárna kan vara. (Tesen, 96).
Niðurstaðan verður þessi:
Sárskilt stor anledning finns det att misstro de uppgifter som före-
ligger om Sturla Tordsson. (Sama stað).
Hvaða orð á að hafa um slik vinnubrögð?
Ég sé enga ástæðu til að ræða mikið um þá hugmynd, að SnorrL sé
ekki höfundur Eddu, þeirrar sem við hann er kennd, eða Heimskringlu
— eða um þá hugdettu, að ritarar hans klerklegrar stéttar séu hinir
raunverulegu höfundar. Sá, sem hefur lesið Heimskringlu og borið hana
saman við heimildir, veit, að þetta fær ekki staðizt. Til þess eru handa-
verk eins manns of auðsæ, jafnvel þótt ærið misjafnlega sé með heim-
ildir farið. Mundi til dæmis sú gjörbreyting, sem orðin er á Ólafs sögu
helga í Heimskringlu frá helgisögum, stafa frá klerki? Eða hefur ræða
Einars Þveræings hrotið úr penna einhvers ótínds ritara?
Af því, a'Ö segja fyrir merkir hvorttveggja „fyrirskipa, segja frá“ og
„semja (með hjálp ritara)“, svo og setja saman „skeyta sarnan" og
„sernja" — dregur Lönnroth þá ályktun, að enginn munur hafi verið
gerður á skapandi höfundi og venjulegum ritara. Ekki þarf þetta að