Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 227
Skimir
Ritfregnir
209
vera, svo sem greina má í nútimaíslenzku, þar sem setja saman er sömu
merkingar og að fornu, þótt blærinn hafi ef til vill breytzt, en vitaskuld
leiðir það ekki af sér, að frumsköpun og afritun séu lögð að jöfnu. Álika
hugsunarvilla birtist i þessum orðum:
I varje fall kan uttrycket segja fyrir lika garna anvándas om hi-
storiografiskt som om mer romanbetonat författarskap, eller rattare
sagt: det utgör ytterligare ett argumentum e silentio för tesen att
man under klassisk tid inte gjort nágon distinktion i detta avseende.
(Tesen, 18).
Engin dæmi munu vera til um það, að athafnarsagnir um bókagerð segi
nokkurn tima fró efni þess, sem samið er. Við semjum (eða skrifum)
skáldsögur, klámsögur og erfðaskrá, en flestir munu gera á þeim nokk-
um mun.
Sú var ein kenning Lönnroths, að bændastéttin eigi enga aðild að
sagnarituninni, þar sem bændum var um megn að eignast bækur fyrir dýr-
leika sakir. Bendir hann á, að heimildir greini aðeins frá stórhöfðingjum
14., 15. og 16. aldar sem bókaeigendum. En þetta er tæplega nýt sönn-
un, þar sem þjóðfélag 13. aldar var nokkuð annað en á næstu öldum
á eftir, þegar rikisbubbar létu gera sér bækur, eins og Hauksbók, Möðru-
vallabók og Flateyjarbók og komu sér upp dýrindis söfnum. En skyldu
þeir ekki hafa fengið handritin léð úr ýmsum áttum, m. a. frá velefn-
uðum bændum?
Einsýni Lönnroths kemur ekki sizt berlega í ljós, þegar hann fjallar
um mannlýsingar fslendingasagna. Hann beitir þeirri röksemdafærslu,
að mannlýsingar komi hvorki fyrir í Eddukvæðum né dróttkvæðum.
Fyrir bragðið séu mannlýsingar Islendingasagna erlendar að uppruna,
en þær sæta ákveðinni þróun:
Islánningasagor, samtidssagor och yngre kungasagor renodlar real-
ismen, undviker panegyriska och alltför válklingande uttryck samt
utnyttjar tillgángligt traditionsstoff vid portráttens uppbygnad.
Snorre har t. ex. i sin saga om Olaf den helige kraftigt omarbetat
de áldre sagornas högretoriska portrátt av helgonkungen. (Portrát-
tet, 98).
Jæja, nefnir ekki höfundur „traditionsstoff" — en það má ekki hafa ver-
ið með í mannlýsingum fró upphafi, allt skal vera runnið frá latínu-
menningu í fyrstu. En siðar, þegar söguritunin hefur runnið hálft skeið
sitt, þá á innlend menning að koma til skjalanna og færa mannlýsingar
í raunsæisátt, sbr. Snorra (hér hlýtur Lönnroth að eiga við einhvern
ritara hans). Það gefur auga leið, hversu ósennileg þessi þróun hlýtur
að vera í bókmenntum þjóðar, sem hefur nærzt öldum saman ó kveð-
skap og sögum. Og lítt er á því mark takandi, þótt rækilegra mannlýs-
inga sjái ekki stað í andstuttum stíl Eddukvæða og dróttkvæða. Þó er það
nú svo, að í Arinbjarnarkviðu er ein glæstasta útlitslýsing íslenzkra bók-
mennta, sjálfsmynd Egils. Hún ein er nægileg sönnun þess — ef sönn-
14