Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1965, Síða 228

Skírnir - 01.01.1965, Síða 228
210 Ritfregnir Skírnir unar er á annað borð þörf — hversu Islendingar höfðu náð langt í gerð mannlýsinga, þegar sagnaritun hófst. Hefði nú ekki verið nær að ætla, að islenzkur sögustíll hefði látið að sér kveða þegar við upptök sagn- anna? Ekki hefði verið ónytsamlegt fyrir Lönnroth að kanna manna- myndir þær, sem dregnar eru upp í Sturlungu og lita á afstöðu þeirra til Islendingasagna. Hver veit, nema hann hefði þá orðið einhvers vis- ari um innlenda sagnahefð og tekið málið öðrum tökum? Hins vegar er ekki að efa það, að áhrifa af mannlýsingum latínurita verði vart, t. d. i biskupasögum. Þau latnesku sögurit, sem Lönnroth tekur dæmi úr, hafa ekki öll verið kunn á Islandi, en það má svo sem einu gilda. Það er gömul og útbreidd trú með öllum þjóðum, að ytra útlit gefi visbendingu um innri eiginleika. En auðvitað á þessi lýsingaraðferð i íslenzkum ritum að vera erlend að uppruna að tölu Lönnroths, jafnvel þótt Eddukvæðin geymi skýr dæmi um þetta, svo sem þegar hvöss augu sýna hetjulund. Undir þetta eiga að hafa ýtt tvær hálfvisindalegar mið- aldakenningar. önnur nefnist fysiognomi, þ. e. listin að dæma skapferli eftir ytra útliti. Islenzk handrit með slíkum fróðleikstíningi munu vera frá 15. öld. Hin er kenning Galenusar um fjóra vökva blóðsins: sanguis, flegma, cholera rubea, melancholia. Þessir vökvar áttu að vera í jafn- vægi, til þess að heilsa mætti haldast. Ef þeir fóru úr skorðum, fengu menn skaplyndi eftir þeim vökva, sem mestur var. Hinar Ijósu hetjur íslendingasagna, t. d. Gunnar á Hlíðarenda og Þórólfar Egilssögu, hafa þá haft sanguis meira en í hófi, hinar svörtu hetjur, t. d. Skarphéðinn, Skallagrímur og Egill, hafa verið upphleyptir af cholera og melancholia — eða með öðrum orðum væru manngerðir þessar runnar frá miðalda- hugmyndum. Trúi því hver sem vill, að menn hafi þurft að vita deili á vessakenningu Galenusar til að skapa sér ljósa og glaðlynda hetju. f sömu grein, Kroppen som sjálens spegel, kemst Lönnroth svo að orði: Om Egil Skallagrimsson ságs det att han vid meddelandet om sin sons död svállde sá att livrocken och hosorna sprack. . .. Nágot lik- nande beráttas om Sigurd Fafnesbane i en strof ur en numera för- lorad Eddadikt som citeras i Vplsungasagan. Och i den fullstándigt bevarade Guðrunarkviða I ár Gudrun nára at spricka av sorg vid Sigurds lik. Kvinnorna söker locka henne att gráta, och det fram- gár av sammanhanget att det skulle vara direkt farhgt för henne att hálla tárarna tillbaka. Denna purgeringstanke gör att man inte helt kan utesluta möjligheten av ett inflytande frán kroppsvátske- láran ocksá hár, trots att Guðrunarkviða vanligen anses vara áldre án den latinska litteraturens införande i Vást-Norden. (Kroppen, 51). Þessi klausa má teljast táknræn fyrir alla stefnuna í ritgerðinni, viljann til að yfirstíga allar hindranir til að geta skýrt sem flest af erlendum toga. Það er kannski ekki ónýtt að vita, að i Eddukvæðum eru mýmörg dæmi þess, að ytri ummerki sýna innri tilfinningu eða geðshræringu og hefur þetta samlagazt sögustílnum svo dyggilega, að það telst eitt megin-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.