Skírnir - 01.01.1965, Qupperneq 232
214
Ritfregnir
Skímir
Theodore M. Andersson: The Problem of Icelandic Saga Origins.
New Haven and London. Yale University Press, 1964.
Bók þessi, sem er 182 bls. að lengd fyrir utan bókaskrá og nafnaskrá,
er doktorsritgerð, sem höfundurinn varði árið 1960 við Yale-háskólann
í Bandarikjunum. Hann hefur þó gert á henni nokkrar umbætur Höf-
undurinn, Andersson, hefur notið leiðsagnar Konstantíns Reichardts og
er nú aðstoðarprófessor í germönskum málum og bókmenntum við
Harvard.
Höfundur rekur rannsóknarsögu Islendingasagna, allt frá þvi er sagn-
fræðingar Norðurlanda vakna til vitundar um forna bókaeign Islendinga
í lok 16. aldar og fram á okkar daga. Bókarkaflar eru þessir: frá fom-
menntastefnu til upplýsingar, rómantík, nútímaskoðanir, sagnfestukenn-
ing og bókfestukenning, gagnrýni og loks tveir viðaukar, ættartölur i
Gunnlaugs sögu ormstungu og sögubrigði (variants).
Það má teljast þungur kross að þurfa að pæla í gegnum allt, sem
skrifað hefur verið um uppmna Islendingasagna. Þess vegna er afar
þakkarvert að fá yfirlitsrit í likingu við bók Andersons. Hugmyndir
manna em skýrðar út frá samtímanum. Gott dæmi er t. d. Peter Eras-
mus Múller. Hann er sá fyrsti, sem reynir að skýra uppmna Islendinga-
sagna út frá sögulegu samhengi, upptök þeirra, þroska og hnignun. Svo
og er hann sá fyrsti, er gerði ráð fyrir fastsniðnum munnmælasögum.
Saga er ekki verk höfundar að hans áliti, heldur „des Zeitgeistes Er-
zeugnis". Allt verður auðskilið, þegar því era gefnar gætur, að hug-
myndir þessar eiga rætur að rekja til rómantisku stefnunnar. Þannig
verður Ijóst af bók Anderssons, sem vita mátti reyndar fyrir, að hvei
fræðimaður er barn síns tíma. Og miklu verða þetta geðslegri fræði,
þegar maður hefur hugmyndasögulegan bakgmnn.
Meginkafli bókar Anderssons fjallar um þær tvær höfuðskýringar,
sem uppi eru um tilurð Islendingasagna, sagnfestuna og bókfestuna.
Eins og fyrr segir, má telja P. E. Muller hafa fyrstan varpað fram sagn-
festuhugmyndinni í byrjun 19. aldar, en Konrad Maurer verður að lík-
indum talinn upphafsmaður hókfestunnar í lok aldarinnar. Siðan koma
aðrir, er treysta gmndvöllinn og snurfusa. I hópi sagnfestumanna ber
hæst A. Heusler og K. Liestöl, en meðal bókfestumanna B. M. Ölsen,
Sigurð Nordal og Einar Ól. Sveinsson. Hefur bókfestan verið nefnd ís-
lenzki skólinn í sagnarituninni, og koma ávextir hans í ljós í Islenzkum
fornritum. Allt er þetta alkunnugt.
Þegar deilur stóðu sem hæst milli ofangreindra fylkinga, beindu bók-
festumenn spjótum sinum að augljósustu veilum sagnfestukenningarinnar,
svo sem þeim, að sögumar hefðu varðveitzt lítið eða ekkert breyttar á
vömm alþýðu eða sagnamanna í tvö til þrjú hundmð ár, áður en þær
vom bókfestar, svo og að því, að ekki yrði efazt um sannleiksgildi þeirra.
Þetta vora vitaskuld öfgar, sem enginn leggur trúnað á lengur. En sagn-
festukenningin er miklu fjölbreytilegri en öfgamar gefa í skyn. Anders-