Skírnir - 01.01.1965, Síða 233
Skírnir
Ritfregnir
215
son bendir á, að bókfestumenn hafi stundum í sigurvímu sinni naumast
gefið þessu gætur og stundum leitað langt yfir skammt í heimildakönn-
un sagnanna í Islenzkum fornritum, einkum eftir reglunni: sagnir eru
þrautalending. Hafi menn því oft leiðzt út í að fullyTða um mjög hæpin
rittengsl. Bendir hann á nokkur dæmi þess, en eitt sýnishorn vill hann
sækja í doktorsrit Einars Öl. Sveinssonar: Um Njálu. Einar gerði ráð
fyrir þvi, að höfundur Njálu hefði kunnað Laxdælu utan hókar og færir
máli sínu til styrktar sambærilegar setningar og málsgreinar úr þessum
tveim sögum, svo og svipuð efnisatriði. Andersson kannar þetta og kemst
að þeirri niðurstöðu, að vel megi rétt vera, að Njáluhöfundur hafi þekkt
Laxdælu, en það verði ekki sannað með þeim rittengslum, sem Einar
ber á borð. Fjarstæða er það auðvitað hjá höfundi, þegar hann kveður
svo að orði: “As far as I can discover the hundred pages of Sveinsson’s
book devoted to these verbal correspondences produce nothing of signi-
ficance” (100). Af athugasemdum höfundar má marka, að full þörf er
á viðunandi skilgreiningu á rittengslum og úrvinnslu í samráði við hana.
Höfundi eru mætavel ljósir landvinningar bókfestukenningarinnar og
sá góði árangur, sem náðst hefur undir merkjum hennar, en hann vill
láta taka miklu meira tillit til ýmissa athugana Liestöls en gert hefur
verið. Hann er á því, að til hafi verið talsverðar arfsagnir, en þær hafi
tekið ýmsum breylingum — sannleiksgildi þeirra getur því verið með
ýmsu móti — áður en höfundur mótaði þær í sögu sína. fslendingar
hafi skemmt með slikum sögum, áður en þær voru í letur færðar. Máli
sínu til sönnunar bendir hann á, að hókmenntagrein hljóti að hafa ein-
hvern aðdraganda. Hún spretti ekki fram svo fullmótuð sem í Heiðar-
vígasögu, þótt stílþróun síðari íslendingasagna sé augljós. Þykir honum
einsýnt, að sögurnar hafi haft svipaða þróun og fornaldarsögurnar og
skírskotar til veizlunnar góðu að Reykhólum.
Á meðan uppruni fslendingasagna er óskýrður, verður að þreifa fyr-
ir sér fram og aftur. Það er úrelt að velja á milli bókfestukenningarinnar
og sagnfestukenningarinnar, heldur verða menn að taka beztu þætti úr
hvorri stefnu um sig, og mun það vænlegast til árangurs.
Þetta er góð bók og greindarleg, vel unnin rannsókn, þótt að sjálf-
sögðu megi deila um einstök atriði. Hún örvar til nýrra átaka við göm-
ul, en sígild viðfangsefni. Ég óska höfundi til hamingju og vona, að
honum gefist tóm til að fást meira við þessi fræði.
Bjarni Gufinason.
Brynjólfur Pélursson: Bréf. Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar.
Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn. Reykjavik 1964.
Löngum hefur verið hljótt um merkismanninn Brynjólf Pétursson,
og er því vel, að bréf hans skuli nú komin á prent. Um skeið átti hann
þess kost að hafa áhrif á íslenzk málefni sem fulltrúi í rentukammer-
inu í Kaupmannahöfn og síðar sem forstöðumaður hinnar íslenzku stjórn-