Skírnir - 01.01.1965, Page 235
Skimir
Ritfregnir
217
af mælsku, mergjuðu orðfæri og sannfæringarhita. Þetta eru þjóðfélags-
kvæði, hörð ádeila á vélgengni og „æði vorra daga“ — og jafnvel hylt-
ingakvæði.
Bókin skiptist í þrjá hluta. Hinn fyrsti nefnist Á mörkum tueggja
heima. Þar eru flest kvæðin af léttari toganum spunnin og einna geð-
þekkast kvæðið um Mugg (GuÖsbarnaljöS). Síðast í röðinni er ViSey,
prýðisgott kvæði um þennan merka sögustað, sem er að grotna niður
fyrir vanhirðu rétt við bæjardyr Reykvíkinga.
Annar hluti Tregaslags er TalaS viS sjálfan sig. Þar kemur Jóhannes
fram sem formbyltingarmaður og notar hvorki stuðla né rím. Ljóðrænu
kvæðin mega heita einráð og eru misjöfn að gæðum, þótt skáldinu tak-
ist viða vel upp, einkum þar sem sérstæð gamansemi hans fær að njóta
sín, svo sem í kvæðunum / flœSarmálinu og Ilmi — og þá ekki sízt i
T unglskinsnótt:
Ef ég væri karlinn í tunglinu
mundi ég gretta mig
framan í bísperrt mannkertin
niðri á jörðunni
og kalla byrstur til þeirra
strax i nótt:
hugsið þið um ykkur sjálf
og látið mig i friði.
Lokakafla bókarinnar nefnir Jóhannes Stef úr glataSri bók. Þar yrkir
hann aftur í hefðbundnari stíl. Flest kvæðin fjalla um rök mannlífsins
og þjóðfélagið. Skáldið er alvörugefnara en áður. Hvað eftir annað kem-
ur fram dapurleiki eða hryggð, sem sjálfsagt stafar af því, að Jóhannesi
hefur ekki auðnazt að sjá hugsjónir sínar um réttlátara þjóðfélag rætast.
Það er vonsvikinn maður og þreyttur, sem endar bók sina á þessum
tregaslag:
og nú er skylt að sætta sig við það
að bjarnarnóttin hljóð sé hnigin að
og máli mínu lokið.
Gunnar Sveinsson.
Ólafur Jóh. Sigurðsson: Leynt og Ijóst. Tvær sögur. — Heims-
kringla. Reykjavik MCMLXV.
Þessar tvær sögur, langar smásögur, sýna enn einu sinni, hve mjög
Ólafur Jóh. Sigurðsson hefur íslenzkt mál á valdi sínu. Svo mikla rækt
hefur hann lagt við stíl sinn, að það er engu líkara en stíllinn sé orð-
inn eins konar einræðisherra, sem allt annað verður að lúta. En þessi
fágaði stíll er ákaflega hæggengur, jafnvel silalegur eða drungalegur,
alltaf samur og jafn, aldrei þreytandi, aldrei beinlínis hrífandi.
Fyrri sagan, Brcf séra BöSvars, er um gamlan uppgjafaprest, sem á
ágjarna og þrætukæra konu. Þau fara í skemmtigöngu og kýta í sífellu.