Skírnir - 01.01.1965, Page 236
218
Ritfregnir
Skirnir
Óþægileg atvik rifjast upp, og loks, þegar heim er komið, verður nýtt
hugboð þess valdandi, að hann hnígur niður. — Hér er sá annmarki á,
að þetta hugboð prestsins er ekki nógu vel undirbúið, ekki nógu Ijóst.
Það má ekki ætla lesendum að lesa of mikið á milli línanna.
Síðari sagan nefnist Mýrin heima, þjóSarskútan og tungliS. Það er
mun léttara yfir henni en fyrri sögunni. Hér er sögð í fyrstu persónu
saga unglings, sem kemst í ósátt við mýrina heima, fer suður og verð-
ur þingsveinn og dreymir um að verða stjórnmálamaður, en vitkast í
tæka tíð. Löngu siðar gerist mýrin áleitin í huga hans, en þá er orðið
um seinan að snúa aftur. — Þetta er táknræn saga um flóttann úr
sveitunum, þröngsýni alþingismanna og þroskaferil unglings. Hér gætir
víða hógværrar og notalegrar kímni, sem varla er að finna í hinni
sögunni.
Að öðrum þræði er Ólafur Jóh. Sigurðsson ádeiluhöfundur, en ádeilan
geldur þess, hvemig hún er sett fram. Hún virðist sprottin af eins konar
ólund, stundum birtist hún sem slettur eða hnútukast til einstakra manna,
þótt dulbúin sé að nokkru. I þessu sambandi má benda á, hvemig séra
Steindóri er troðið inn í fyrri söguna, án þess að hann eigi þangað nokk-
urt teljandi erindi, þar eð hann kemur þar aldrei fram í eigin persónu.
Þessu innskoti mætti mæla bót, ef þar væri um að ræða nýja og frum
lega ádeilu, en því er engan veginn til að dreifa.
Bókin er smekkleg að gerð, eins og þær aðrar Heimskringlubækur,
sem hér em gerðar að umtalsefni, og prentvillur verða varla fundnar
í þeim.
Gunnar Sveinsson.
Jakobína Sigurðardóttir: Púnktur á skökkum stað. — Heims-
kringla. Reykjavik MCMLXIV.
Það er bjargföst skoðun undirritaðs, að hér á landi finni of margar
konur hjá sér köllun til ritstarfa í hlutfalli við hinar útvöldu. Þótt oft
megi brosa að kvennabókmenntum okkar, er samt hitt tíðara, að gremj-
an nái yfirhendinni. Þess vegna verður ánægjan þeim mun meiri í þau
skipti, sem bækur kvenrithöfundanna reynast framar vonum. Og það
hefur einmitt gerzt við lestur bókar Jakobínu Sigurðardóttur, Púnktur
á skökkum staS. Að vísu skortir hér enn á þá tækni, sem þjálfunin ein
veitir, og kemur það einna helzt fram í frásagnarköflunum. En í sam-
tölum og hugleiðingum tekst Jakobínu betur.
Sögumar i bókinni em átta talsins. Jakobína tekur þar til meðferðar
ýmis vandamál daglegs lífs. Henni eru mjög hugstæð þau skörpu skil,
sem orðið hafa milli hinna gömlu þjóðfélagshátta og vélamenningar nú-
tíðarinnar, og kemur víðar við en unnt er að telja upp í stuttu máli.
Mest færist höfundurinn í fang í sögunni DómsorSi hlýtt. Þar em —
sem víðar — glöggar persónulýsingar.
Jakobína segir blátt áfram og tilgerðarlaust frá. Sums staðar gætir