Skírnir - 01.01.1972, Side 207
SKÍRNIR
RITDÓMAR
205
til auðs og valda leiði til áiekstra milli einstaklinga og kalli ógæfu yfir þá, en
hins vegar hafi mönnum dulizt það sem hann nefnir „hitt mynztrið" sem hann
skýrir þannig: „Sagaens andet rri0nster fortæller om den erotiske drift som en
farefuld magt der nedbryder ordnen og hvis konsekvenser rammer i
blinde." (24)
Það hefur víst lengi verið lesendum Islendingasagna ljóst að ástamál eru
þar oft undirrót illdeilna og mannvíga, stundum aðalástæða, stundum hluti úr
stærra mynztri; nægir að nefna Gísla sögu og Laxdælu sem dæmi um það.
Það er þó hvorug þessara sagna, heldur Egils saga, sem Bredsdorff ræðst til
atlögu við í upphafi bókar sinnar og notar til að leiða hitt mynztrið í ljós.
Kaflinn um Egils sögu er einn hinn nýstárlegasti í bókinni og sá sem ekki
sízt verður að hafa til viðmiðunar um hvort hitt mynztrið sé gagnlegt hugtak
til að beita við krufningu Islendingasagna.
Bredsdorff leggur á það mikla áherzlu hvernig rekja megi fall Þórólfs
Kveld-Ulfssonar til taumleysis Björgúlfs í Torgum er hann gerir lausabrullaup
til Hildiríðar: hann setur fýst sína ofar reglum samfélagsins um hjúskapar-
stofnun og setur þannig af stað langa rás atburða sem leiða dauða og ógæfu
yfir saklaust fólk. Orsakasamhengið er hér ótvírætt, en þetta atvik gegnir samt
allt annars konar hlutverki í sögunni en td. ástir Kjartans og Guðrúnar í Lax-
dælu. í sjálfu sér þarf kvensemi Björgúlfs garnla ekki að vera mikilvægari en
deilur um beitiland, sem oft koma illu af stað í íslendingasögum, þám. í Egils
sögu. Hér eru raunar meiri tengsl á milli en í fljótu bragði er sýnilegt: óregla
í ástamálum gat orðið upphaf ágreinings um erfðir og þar með um land, en
landið er einmitt mikilvægasti framleiðsluþátturinn í því samfélagi sem sög-
urnar lýsa. Höfundar Islendingasagna túlka því - sennilega ómeðvitað - sjón-
armið landeigenda. Annars eðlis er það er illdeilur spretta af því að tveir
elska sömu konuna.
Þegar kemur að sögu Egils sjálfs, telur Bredsdorff hitt mynztrið verða
enn greinilegra og sér þess gleggstan stað í sambandi Egils og Gunnhildar
drottningar. (Víða oftúlkar hann þó söguna kenningum sínum í hag, td. þar
sem hann talar um að Ljótur bleiki hafi fyllzt „en ustyrlig kærlighed". Ber-
serkir sem fara milli bæja og afla sér fjár með ólögum og yfirgangi eru ann-
ars lítt bendlaðir við tilfinningasemi. Þeir hafa það hlutverk eitt í sögum að
gefa hetjum tækifæri til að sýna kjark sinn og vígfimi.) Þetta samband verð-
ur aðalatriði sögunnar í meðförum Bredsdorffs: „Det voldsomme frastpdnings-
tiltrækningsforhold mellem ham og Gunhild er den akse hvorom det meste af
fortællingen drejer og som det meste af resten foregriber og afspejler." (38)
Það er hugmynd sem margir hafa vafalaust leikið sér að, að hatur Gunn-
hildar á Agli eigi sér erótískar orsakir. (Ég man td. eftir skopleik eftir reyk-
vískan menntaskólanema fyrir nokkrum árum, þar sem þessu og fleiri skemmti-
legum hugmyndum var skáldað við Eglu.) En í textanum er enginn stafkrók-
ur til að staðfesta þennan grun, og Bredsdorff verður að afbaka hann í end-
ursögn til að leiða að þessu daufar líkur. En jafnvel þótt fallizt væri á hug-
myndina, sýnir þetta samband engan veginn hitt mynztrið, því Egill og Gunn-