Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1972, Page 207

Skírnir - 01.01.1972, Page 207
SKÍRNIR RITDÓMAR 205 til auðs og valda leiði til áiekstra milli einstaklinga og kalli ógæfu yfir þá, en hins vegar hafi mönnum dulizt það sem hann nefnir „hitt mynztrið" sem hann skýrir þannig: „Sagaens andet rri0nster fortæller om den erotiske drift som en farefuld magt der nedbryder ordnen og hvis konsekvenser rammer i blinde." (24) Það hefur víst lengi verið lesendum Islendingasagna ljóst að ástamál eru þar oft undirrót illdeilna og mannvíga, stundum aðalástæða, stundum hluti úr stærra mynztri; nægir að nefna Gísla sögu og Laxdælu sem dæmi um það. Það er þó hvorug þessara sagna, heldur Egils saga, sem Bredsdorff ræðst til atlögu við í upphafi bókar sinnar og notar til að leiða hitt mynztrið í ljós. Kaflinn um Egils sögu er einn hinn nýstárlegasti í bókinni og sá sem ekki sízt verður að hafa til viðmiðunar um hvort hitt mynztrið sé gagnlegt hugtak til að beita við krufningu Islendingasagna. Bredsdorff leggur á það mikla áherzlu hvernig rekja megi fall Þórólfs Kveld-Ulfssonar til taumleysis Björgúlfs í Torgum er hann gerir lausabrullaup til Hildiríðar: hann setur fýst sína ofar reglum samfélagsins um hjúskapar- stofnun og setur þannig af stað langa rás atburða sem leiða dauða og ógæfu yfir saklaust fólk. Orsakasamhengið er hér ótvírætt, en þetta atvik gegnir samt allt annars konar hlutverki í sögunni en td. ástir Kjartans og Guðrúnar í Lax- dælu. í sjálfu sér þarf kvensemi Björgúlfs garnla ekki að vera mikilvægari en deilur um beitiland, sem oft koma illu af stað í íslendingasögum, þám. í Egils sögu. Hér eru raunar meiri tengsl á milli en í fljótu bragði er sýnilegt: óregla í ástamálum gat orðið upphaf ágreinings um erfðir og þar með um land, en landið er einmitt mikilvægasti framleiðsluþátturinn í því samfélagi sem sög- urnar lýsa. Höfundar Islendingasagna túlka því - sennilega ómeðvitað - sjón- armið landeigenda. Annars eðlis er það er illdeilur spretta af því að tveir elska sömu konuna. Þegar kemur að sögu Egils sjálfs, telur Bredsdorff hitt mynztrið verða enn greinilegra og sér þess gleggstan stað í sambandi Egils og Gunnhildar drottningar. (Víða oftúlkar hann þó söguna kenningum sínum í hag, td. þar sem hann talar um að Ljótur bleiki hafi fyllzt „en ustyrlig kærlighed". Ber- serkir sem fara milli bæja og afla sér fjár með ólögum og yfirgangi eru ann- ars lítt bendlaðir við tilfinningasemi. Þeir hafa það hlutverk eitt í sögum að gefa hetjum tækifæri til að sýna kjark sinn og vígfimi.) Þetta samband verð- ur aðalatriði sögunnar í meðförum Bredsdorffs: „Det voldsomme frastpdnings- tiltrækningsforhold mellem ham og Gunhild er den akse hvorom det meste af fortællingen drejer og som det meste af resten foregriber og afspejler." (38) Það er hugmynd sem margir hafa vafalaust leikið sér að, að hatur Gunn- hildar á Agli eigi sér erótískar orsakir. (Ég man td. eftir skopleik eftir reyk- vískan menntaskólanema fyrir nokkrum árum, þar sem þessu og fleiri skemmti- legum hugmyndum var skáldað við Eglu.) En í textanum er enginn stafkrók- ur til að staðfesta þennan grun, og Bredsdorff verður að afbaka hann í end- ursögn til að leiða að þessu daufar líkur. En jafnvel þótt fallizt væri á hug- myndina, sýnir þetta samband engan veginn hitt mynztrið, því Egill og Gunn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.