Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1972, Page 228

Skírnir - 01.01.1972, Page 228
226 RITDÓMAR SKÍRNIR ugt viðfangsefni í konu hans, er áfengið honum nærtækur huggari. En Jón Falkon er fyrstur að átta sig á fjárgróðatækifærum hernámsins. Meðan verka- mennirnir telja sig hagnast vel á nægri daglaunavinnu, sópar Falkon að sér fé, því að hann veit að herinn vantar land undir flugvöll og hermennina fish and chips. „Hér verður mikið um dýrðir hjá þeim, sem verða fyrstir til að skilja hvað hér er að gerast," segir sveitarforinginn. Og það er Jón Falkon sem verður fyrstur. Hermangið er hafið og hann er fulltrúi hinnar nýríku braskara- stéttar. Siðferðisstyrk stéttarinnar og kjarki er lýst í orðum Falkons sem hann talar um leið og hann opnar fulla ferðatösku af stríðsgróðaseðlum: „Skiptir ekki máli hvar þú ert fæddur eða hvar þú býrð. En það skiptir máli hvort þú kannt að berjast eða ekki; hvort þú kannt að rísa upp þegar þú fellur og smíða þér ný vopn úr brakinu sem hrundi ofan á þig.“ Þetta segir hann við Vopna Daníelsson skósmið, þennan óskilgetna sveitapilt sem harst inn í hring- iðu stríðsgróðafjárins og missti konuna sína í „ástandið“. En hann var of mikill sveitamaður til að læra siðareglur peningahyggjunnar, og þetta er Jóni Falkon ljóst þegar skóverksmiðjan er brunnin og féð tapað: „Þú ferð á morg- un, segir Jón Falkon, og gefur þig upp til gjaldþrotaskipta. Það er formsins vegna. Síðan skaltu hverfa. Eg skal sjá um að koma þessu út úr heiminum. Farðu þangað sem mjólkin flæðir úr kúnum, og kjötið kemur í digrum trog- um rjúkandi inn á borðið. Farðu þangað sem þú færð skyr og rjóma.“ Atvinnutæki Guðmundar kana, hestarnir og mjólkurvagninn, eru ekki leng- ur í takt við tímann, og honum er sagt upp vinnu hjá mjólkursamlaginu, sem áður hefur sent konu hans sömu leiðina, eftir að hún hafði unnið þar í 20 ár. Guðmundur gerir örþrifatilraun til þess að vinna hestum sínum starfsaðstöðu á ný, en hann er „einni heimsstyrjöld of seint á ferðinni", eins og Jón Falkon segir. Hin einlæga barátta Guðmundar fyrir hestunum minnir á tregafull átök sveitar og borgarlífs í öðrum sögum höfundar. Með hjálp tímans vinnur svo fiðurfénaður Antoníu fullnaðarsigur á hestaeign manns hennar, og hinn stolti hestamaður verður að láta sér lynda að hirða hænsni sem verpa eggjum handa setuliðinu. Þær Manfreðssystur eru „af góðum stofni“ og lifa á arfi sínum. Lýsing þess- ara siðlátu piparkerlinga er bráðsnjöll, en með siðavendni sinni stinga þær í stúf við flestar aðrar kvenpersónur sögunnar. Lilja Nikulásdóttir er reyndar dyggðug ungfrú þrátt fyrir þátttöku í „ástandinu". En jómfrúrlýsing hennar er hlaðin ofurviðkvæmni, enda Norsarinn hennar slíkt dyggðaljós að ástarsaga þeirra rennur út í óskemmtilega væmni. Flestar konur sögunnar, giftar sem ógiftar, eru aftur á móti vergjarnar í meira lagi, og svo mjög heillast kven- fólk nyrðra af hermönnunum að ekki þarf nema súkkulaði og bifhjólagný til að örva ásthneigð þeirra. Kræfastar eru þær Smiðjusystur, einkum Imba, sem á ástarleiki á hinum ólíklegustu stöðum. En allar ástalífslýsingarnar eru furðu álappalegar. Höfundi virðist ekki sýnt um að lýsa slíkum atvikum, og er það varla vanzalaust svo mikið rúm sem þau taka þó í sögunni. Ritstjóri kommúnistablaðsins kemur oft við sögu. Hann er aðsópsmesti and- stæðingur hemámsins og ómyrkur í máli um samsæri auðvaldsins í stríðinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.