Skírnir - 01.01.1972, Síða 228
226
RITDÓMAR
SKÍRNIR
ugt viðfangsefni í konu hans, er áfengið honum nærtækur huggari. En Jón
Falkon er fyrstur að átta sig á fjárgróðatækifærum hernámsins. Meðan verka-
mennirnir telja sig hagnast vel á nægri daglaunavinnu, sópar Falkon að sér
fé, því að hann veit að herinn vantar land undir flugvöll og hermennina fish
and chips. „Hér verður mikið um dýrðir hjá þeim, sem verða fyrstir til að
skilja hvað hér er að gerast," segir sveitarforinginn. Og það er Jón Falkon sem
verður fyrstur. Hermangið er hafið og hann er fulltrúi hinnar nýríku braskara-
stéttar. Siðferðisstyrk stéttarinnar og kjarki er lýst í orðum Falkons sem hann
talar um leið og hann opnar fulla ferðatösku af stríðsgróðaseðlum: „Skiptir
ekki máli hvar þú ert fæddur eða hvar þú býrð. En það skiptir máli hvort þú
kannt að berjast eða ekki; hvort þú kannt að rísa upp þegar þú fellur og
smíða þér ný vopn úr brakinu sem hrundi ofan á þig.“ Þetta segir hann við
Vopna Daníelsson skósmið, þennan óskilgetna sveitapilt sem harst inn í hring-
iðu stríðsgróðafjárins og missti konuna sína í „ástandið“. En hann var of
mikill sveitamaður til að læra siðareglur peningahyggjunnar, og þetta er Jóni
Falkon ljóst þegar skóverksmiðjan er brunnin og féð tapað: „Þú ferð á morg-
un, segir Jón Falkon, og gefur þig upp til gjaldþrotaskipta. Það er formsins
vegna. Síðan skaltu hverfa. Eg skal sjá um að koma þessu út úr heiminum.
Farðu þangað sem mjólkin flæðir úr kúnum, og kjötið kemur í digrum trog-
um rjúkandi inn á borðið. Farðu þangað sem þú færð skyr og rjóma.“
Atvinnutæki Guðmundar kana, hestarnir og mjólkurvagninn, eru ekki leng-
ur í takt við tímann, og honum er sagt upp vinnu hjá mjólkursamlaginu, sem
áður hefur sent konu hans sömu leiðina, eftir að hún hafði unnið þar í 20 ár.
Guðmundur gerir örþrifatilraun til þess að vinna hestum sínum starfsaðstöðu
á ný, en hann er „einni heimsstyrjöld of seint á ferðinni", eins og Jón Falkon
segir. Hin einlæga barátta Guðmundar fyrir hestunum minnir á tregafull
átök sveitar og borgarlífs í öðrum sögum höfundar. Með hjálp tímans vinnur
svo fiðurfénaður Antoníu fullnaðarsigur á hestaeign manns hennar, og hinn
stolti hestamaður verður að láta sér lynda að hirða hænsni sem verpa eggjum
handa setuliðinu.
Þær Manfreðssystur eru „af góðum stofni“ og lifa á arfi sínum. Lýsing þess-
ara siðlátu piparkerlinga er bráðsnjöll, en með siðavendni sinni stinga þær í
stúf við flestar aðrar kvenpersónur sögunnar. Lilja Nikulásdóttir er reyndar
dyggðug ungfrú þrátt fyrir þátttöku í „ástandinu". En jómfrúrlýsing hennar
er hlaðin ofurviðkvæmni, enda Norsarinn hennar slíkt dyggðaljós að ástarsaga
þeirra rennur út í óskemmtilega væmni. Flestar konur sögunnar, giftar sem
ógiftar, eru aftur á móti vergjarnar í meira lagi, og svo mjög heillast kven-
fólk nyrðra af hermönnunum að ekki þarf nema súkkulaði og bifhjólagný til
að örva ásthneigð þeirra. Kræfastar eru þær Smiðjusystur, einkum Imba, sem
á ástarleiki á hinum ólíklegustu stöðum. En allar ástalífslýsingarnar eru furðu
álappalegar. Höfundi virðist ekki sýnt um að lýsa slíkum atvikum, og er það
varla vanzalaust svo mikið rúm sem þau taka þó í sögunni.
Ritstjóri kommúnistablaðsins kemur oft við sögu. Hann er aðsópsmesti and-
stæðingur hemámsins og ómyrkur í máli um samsæri auðvaldsins í stríðinu