Skírnir - 01.01.1972, Blaðsíða 237
SKIRNIR
RITDOMAR
235
Svipuð' er sú árátta höfundar að slá um sig með nöfnum útlendinga, sem
íslenzkum lesendum eru ekki almennt kunnir, án þess að segja á þeim hin
minnstu deili, t. a. m.: Súrrealistarnir byggðu á arjinum frá Comte de Lautréa-
mont og Arthur Rimbaud og voru óhugsandi án Guillaume Apollinaires (16);
Attundi kafli... minnir á málverk eftir Arnold Böcklin. Mér verður einkum
hugsað til Dauðaeyjar hans... um greinileg áhrif er að ræða frá mynd
Böcklins (25); yrkisefnið: konan, leiðir hugann að list skálda eins og Eluards,
Bretons, Desnos og fleiri (170); í síðasta dæminu eru þessir fleiri sérstaklega
athyglisverðir, lesendum er líklega ætlað að kinka kolli samsinnandi og halda
áfram upptalningunni upp á eigin spýtur.
Til undantekninga heyrir, að vísað sé til heimilda í þessari bók. Dæmi um
þetta eru svo til á hverri blaðsíðu, en hér verða tvö að nægja, hvort af sinni
tegundinni. Kaflinn um Matthías Johannessen hefst á þessum orðum: Rilke
segir í bréfi, að ung skáld eigi að yrkfa um œsku sína (210). Hver sé Rilke
verða lesendur að reyna að ráða fram úr sjálfir, en bréfið hljóta þeir að
álykta, að þessi persóna hafi skrifað Jóhanni, annars er að minnsta kosti ekki
getið. Geysilega mikið er um ummæli sem þessi: Sigfás Daðason... hefur
verið kallaður heimspekilega sinnað skáld (168), þar sem vitnað er í eitthvað
algjörlega óskilgreint, sem ekki er vinnandi vegur að hafa uppi á, ef lesendur
vildu fræðast um þetta nánar, eða sannreyna, hvort eigi við rök að styðjast.
Af þessari rökleysu allri leiðir eðlilega, að Jóhann kemst hvað eftir annað
í mótsögn við sjálfan sig. Hér er aðeins rúm fyrir nokkur sýnishorn, en af
mörgum er að taka. Ekkert tækifæri lætur höfundur ónotað til að átelja rót-
tæk skáld fyrir þjóðfélagsleg yrkisefni, sem að hans mati standa yfirleitt
skáldskap fyrir þrifum, pólitísk ljóð Jóhannesar úr Kötlum einkennast t. a. m.
af barnaskap og prédikunaranda (61), kommúnískri kreddutrú og einfeldni
(64), og mœlskan og umbótaviljinn standa í vegi fyrir ljóðunum, sem virðasl
ort fyrir þröngan og trúgjarnan hóp, sem leggur vissan skilning í merk-
ingu orða (60-61). Lengi vel mátti greina þessa baráttu Jóhanns gegn þjóð-
félagslegum yrkisefnum sem einu stefnu bókarinnar, en hún bregzt í næstsíð-
asta kafla, þegar Matthías Johannessen tekur sig til og yrkir pólitískt ljóð
gegn Rússum. Tekst Jóhann þá allur á loft, úrskurðar ljóðið án frekari um-
svifa í fremstu röð „baráttuljóða“ í íslenzkum nútímaskáldskap (214) og er
greinilega stoltur yfir því, að fleiri skáld en róttæk skuli fást við að yrkja
þjóðfélagsleg ljóð. Mœlskan, sem Jóhannes úr Kötlum var sakaður um, er
orðin hluti af töfrum Matthíasar (213), Ijóð hans er mœlskt og tilkomumikið
(229), og meira að segja hefur á einum stað hin eðlislœga mœlska skáldsins
eignazt vœngi, sem bera það vítt um heim (220). Orsök næstu mótsagnar er
sú, að Jóhann gerir sér enga grein fyrir þeim hugtökum, sem hann er að fást
við. A bls. 37 segir hann: að vísu þykist ég hafa fœrt rök að sérstöðu Jóns
Thoroddsens, þeirri umbyltingu Ijóðformsins, sem hann átti þátt í að hleypa
af stað, og notar hér orðin umbylting og Ijóðjorm eins og ekkert sé sjálfsagð-
ara. Síðar segir hann aftur á móti: Stundum er talað um formbyltingu í ís-
lenzkri Ijóðagerð. Eg hef vantrú á þessu orði, en ef til vill á það vel við um
skáldskap Jóns úr Vör (102). Hér lýsir hann sem sé yfir vantrú á orðinu