Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1983, Page 28

Skírnir - 01.01.1983, Page 28
26 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON SKÍRNIR upp?“ (47) Eru það ekki betri örlög en að lifa löngu og einskis- verðu lífi — lifa ekki. Hví ekki leyfa Einari að lifa sig í hel? — því lækning tortímir því sem gefur lífinu gildi. Agnar sneri baki við sköpun og ást á taugahælinu, hvarf á vit hefðar og endurtekningar, breytti sjálfum sér í „svefngöngu vanans". Hann afneitaði valkostum lífsins — í þágu lífsinsl: Hann óttaðist hið nýja, sem átti örðugt með að finna búning, sem stamaði og fálmaði, og varð óljóst og torskilið. En þar var einmitt eitthvað að fæð- ast, þar var mannssálin að færa út kvíamar, undir þeim merkjum var flokk- ur hinna lifatidi.(65—66) (skáletrun MVS) II.4 Saga Þórdísar er nauðalík örlagasögu Agnars. Hún er ráðsett yfirstéttarfrú sem lifir hversdagslegu og háttbundnu lífi í efn- um og allsnægtum. En líf hennar er tómlegt þrátt fyrir ytri glæsi- brag. Hjónabandið er ástlaust og tilfinningalífið dofið. Líkt og Agnar vaknar hún til vitundar um að líf hennar hefur verið ósatt og ómennskt. Píanóleikur Einars leiðir hana á vit sjálfrar sín, hræiir upp í ómeðvituðum löngunum og gleymdum þrám: Hún hafði sjálf verið eins áttavilt og gestirnir, — einmitt vilt, vilt í skógi. Hún hafði reikað upp frá ströndinni inn i frumskóg, sem hún aðeins kann- aðist við, með myrkum lundum og hvítglóandi sólskini, þar sem stór, rauð fiðrildi flögruðu milli trjástofnanna. Hún vissi vel, að í raun og veru skildi hún ekkert í laginu, og samt vakti það eitthvað hjá henni, sem lét hana gleyma öllu öðru.(46) Undirdjúp sálarinnar opnast og umliverfið birtist henni í nýju Ijósi — öll hlutföll raskast. Demóninn skýtur upp kollinum og ógnar borgaralegri veröld Þórdísar. En kaupmannsfrúin kann ekki lengur að finna til í raun, „hún táraðist ekki, hún grét þurrum tárum, því hún átti enga sorg að gráta yfir, ekkert nema auðn og tóm hjartans“(53). Hún getur ekki frernur en Agnar sigrast á tómleikanum og gætt tilveru sína ástríðu og lífi á nýjan leik. Eitt sinn stóð Þórdís á svipuðum krossgötum og Agnar, en þorði þá ekki að feta ókannaða stigu, rísa gegn umhverfinu og velja sitt líf sjálf. Hið nýstárlega og óvænta fyllti hana skelf- ingu; almenningsálitið, uppeldið og siðalögin beygðu hana líkt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.