Skírnir - 01.01.1983, Síða 28
26
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
upp?“ (47) Eru það ekki betri örlög en að lifa löngu og einskis-
verðu lífi — lifa ekki. Hví ekki leyfa Einari að lifa sig í hel? —
því lækning tortímir því sem gefur lífinu gildi.
Agnar sneri baki við sköpun og ást á taugahælinu, hvarf á vit
hefðar og endurtekningar, breytti sjálfum sér í „svefngöngu
vanans". Hann afneitaði valkostum lífsins — í þágu lífsinsl:
Hann óttaðist hið nýja, sem átti örðugt með að finna búning, sem stamaði
og fálmaði, og varð óljóst og torskilið. En þar var einmitt eitthvað að fæð-
ast, þar var mannssálin að færa út kvíamar, undir þeim merkjum var flokk-
ur hinna lifatidi.(65—66) (skáletrun MVS)
II.4
Saga Þórdísar er nauðalík örlagasögu Agnars. Hún er ráðsett
yfirstéttarfrú sem lifir hversdagslegu og háttbundnu lífi í efn-
um og allsnægtum. En líf hennar er tómlegt þrátt fyrir ytri glæsi-
brag. Hjónabandið er ástlaust og tilfinningalífið dofið. Líkt og
Agnar vaknar hún til vitundar um að líf hennar hefur verið
ósatt og ómennskt. Píanóleikur Einars leiðir hana á vit sjálfrar
sín, hræiir upp í ómeðvituðum löngunum og gleymdum þrám:
Hún hafði sjálf verið eins áttavilt og gestirnir, — einmitt vilt, vilt í skógi.
Hún hafði reikað upp frá ströndinni inn i frumskóg, sem hún aðeins kann-
aðist við, með myrkum lundum og hvítglóandi sólskini, þar sem stór, rauð
fiðrildi flögruðu milli trjástofnanna. Hún vissi vel, að í raun og veru skildi
hún ekkert í laginu, og samt vakti það eitthvað hjá henni, sem lét hana
gleyma öllu öðru.(46)
Undirdjúp sálarinnar opnast og umliverfið birtist henni í nýju
Ijósi — öll hlutföll raskast. Demóninn skýtur upp kollinum og
ógnar borgaralegri veröld Þórdísar.
En kaupmannsfrúin kann ekki lengur að finna til í raun,
„hún táraðist ekki, hún grét þurrum tárum, því hún átti enga
sorg að gráta yfir, ekkert nema auðn og tóm hjartans“(53).
Hún getur ekki frernur en Agnar sigrast á tómleikanum og gætt
tilveru sína ástríðu og lífi á nýjan leik.
Eitt sinn stóð Þórdís á svipuðum krossgötum og Agnar, en
þorði þá ekki að feta ókannaða stigu, rísa gegn umhverfinu og
velja sitt líf sjálf. Hið nýstárlega og óvænta fyllti hana skelf-
ingu; almenningsálitið, uppeldið og siðalögin beygðu hana líkt