Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 84
78 LÝÐUR BJÖRNSSON SKIRNIR
ur Gláms og Þórólfs bægifóts virðast hafa haft hauga að at-
hvarfi. Helgi Hundingsbani vitjaði og haugs síns. Sögur um
haugbúa eru allmargar, og má sem dæmi nefna Agnar í Þorsk-
firðinga sögu, Kár hinn gamla í Grettlu og Þráin í Hrómund-
ar sögu Gripssonar. Skv. norskri þjóðtrú bjuggu andar forn-
manna allvíða í haugum við bæi. Andar þessir voru ýmist nefnd-
ir „gárdvord" eða „haugbu“ og voru verndarvættir býlanna.21
Áðurtalin dæmi gætu bent til þess, að Vésteinn hafi verið talinn
eiga athvarf í haugi sínum eftir greftrunina, en að Þorgrímur
hafi verið bundinn við sinn. Gísla saga greinir frá því, að aldrei
hafi fest snjó á haug Þorgríms utan- og sunnanverðan, og var
þetta rakið til elsku Freys á Þorgrími og blótum hans.22 Slíkt var
eðlileg trú, ef Þorgrímur var í haugnum, en síður, ef hann var
talinn vera í Valhöll. Víkingaaldarmenn í Noregi munu hafa
reynt að binda anda látinna við greftrunarstað með steinum.
Steinar fundust í Osebergsskipinu, og norskir fræðimenn skýra
tilvist þeirra svo, að þeim hafi verið ætlað að binda liinn fram-
liðna (Ásu, drottningu Guðröðs veiðikonungs?) við legstaðinn.23
Líta má á athöfn Þorgríms sem tilraun til að firra sig grun,
ef þessi skilningur er lagður til grundvallar. Hún gat jafngilt
yfirlýsingu um, að ekki skipti máli fyrir Þorgrím, þótt Vésteinn
færi á kreik. Þó þarf ekki að hafa verið svo, ef siðurinn var al-
mennur. Athöfn Gísla mátti túlka svo, að Gísli hafi viljað koma
í veg fyrir hliðstætt framferði Þorgríms, enda var skýring Gísla
ekki trúverðug. Þetta gat komið af stað grun. Hafa ber þó hug-
fast, að báðir dóu þeir Vésteinn og Þorgrímur voveiflega. Þjóð-
trúin segir slíka líklegasta til að halda ekki kyrru fyrir eftir dauð-
ann. Athöfn Gísla verður því eðlileg, ef vofu Vésteins hefur ver-
ið eignaður dauði Þorgríms, reynsla var fengin á, að hættulegt
var að hafa slíkar verur á reiki. Auk þessa má fullvíst telja, að
andar manna, sem dóu með voveiflegum hætti, hafi að fornu ver-
ið taldir safnast saman og valda ýmsum óskunda. Þekktustu
dæmi um þetta í íslenzkum fornritum munu vera Fróðár- og
Lýsufjarðarundur, en erlendis má nefna „oskereia" í Noregi og
„die wilde Jagd“ eða „das wútende Heer“ í Þýzkalandi og
„Odens vilda jakt“ í Svíþjóð.24 Samtímamenn Gísla kunna því
að liafa litið á athöfn hans sem fyrirbyggjandi ráðstöfun gegn