Skírnir - 01.01.1983, Side 85
SKÍRNIR
79
SNÖRP BITU JÁRN
myndun slíkra hópa, þótt hann léti slíkt ekki uppskátt. Þess
þurfti heldur ekki, ef um sjálfsagðan hlut var að ræða.
Hver myrti Véstein? Fræðimenn hafa fjallað meira um þetta
atriði en önnur í sögunni, og sýnist sitt hverjum. Tvær gerðir af
Gísla sögu eru varðveittar, lengri og styttri gerð, og eru fræði-
menn ekki á eitt sáttir um, hvor þeirra sé upprunalegri.23 í
lengri gerðinni og Eyrbyggju er Þorgrímur sagður hafa unnið
verkið, en styttri gerðin getur þessa ekki.20 Lengri gerðin og Eyr-
byggja kunna að vera sannfróðar um þetta atriði, en einnig kem-
ur til álita, að þar birtist skoðanir síðari tíma manna. Gísli var
dulinn vitneskju um vegandann, en grunsemdir hans eða vitn-
eskja skipta höfuðmáli, enda ráða þær gjörðum hans. Skal nú
vikið að þessu atriði, en fyrst verður staldrað við tvær frásagnir í
sögunni:
Maðr hét Þorgrímr ok var kallaðr nef. Hann bjó á Nefsstöðum fyrir inn-
an Haukadalsá. Hann var fullr af görningum ok fjölkynngi ok var seið-
skratti, sem mestr mátti verða. Honum bjóða þeir Þorgrímr ok Þorkell til
sín, því at þeir höfðu þar ok boð inni. Þorgrímr var hagr á járn, ok er
þess við getit, at þeir ganga til smiðju, báðir Þorgrímarnir ok Þorkell, ok
síðan byrgja þeir smiðjuna. Nú eru tekin Grásíðubrot, er Þorkell hafði hlot-
it ór skiptinu þeira bræðra, ok gerir Þorgrímr þar af spjót ok var þat algört
at kveldi; mál váru í ok fært í hepti spannar langt .... „Draum dreymði
mik,“ segir Gísli, „í fyrri nótt ok svá í nótt, en þó vil ek eigi á kveða, hverr
vígit hefir unnit, en á hitt horfir um draumana. Þat dreymði mik ina fyrri
nótt, at af einum bæ hrpkkðist höggormr ok hjpggi Véstein til bana. En ina
síðari nótt dreymði mik, at vargr rynni af sama bæ ok biti Véstein til bana.
Ok sagða ek því hvárngan drauminn fyrr en nú, at ek vilda, at hvárrgi réð-
isk.“27
Gísli kýs að þegja yfir draumum sínum í þeirri von, að þá ræt-
ist þeir ekki. Þetta hefur þá verið talið gott ráð, og það hefur
haldizt lítið breytt til nútímans.28 Draumana sagði Gísli Þorkeli
daginn eftir morð Vésteins og gætir smávægilegiar ónákvæmni
í tímasetningu, enda verður ekki af sögunni ráðið, að hann hafi
dreymt hinn síðari morðnóttina, sem þó liggur í orðunum. Vafa-
lítið hefur verið litið á orminn og varginn sem mannafylgjur
og má vera, að Gísli liafi þekkt aðra þeirra eða báðar, en hann
var maður „dulspakur". Gísli hefur vafalítið frétt af smiðjudvöl
þeirra þremenninga og ráðið gátuna um morðvopnið, sem var