Skírnir - 01.01.1983, Page 88
82 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR
Hann svarar: „Ekki má ek þat standask, at sjá bróðurbana mína ok vera
ásamt við þá,“ — ok hlevpr upp ok vill bregða sverði ok kvað vísu: ....
Nú sagði Auðr þá á brott, — „ok hafða ek vit til þess at hætta þeim eigi
hér.“ Gísli sagði, at þann veg var ok allra bezt, at þeir hittisk eigi. Ok sefask
hann brátt, ok eru nú kyrr ein tíðendi.33
Sagan getur þess ekki, hvort Gísla vitruðust atburðirnir í
draumi eða hvort hann heyrði samtal Auðar og vegendanna.
Hann hafði fulla ástæðu til að hafa hægt um sig, ef hið síðara
var rétt, meðan hann vissi ekki, hve margir gestirnir voru.
Ekki er það líkt Gísla að láta fljótlega sefast, er bróðurbanar
hans voru í grenndinni, svo mikils mat hann hefndarskylduna.
Þetta bendir til þess, að Auður hafi sannfært liann um, að synir
Vésteins liafi átt ærnar sakir á hendur Þorkeli. Sagan greinir
ekki frá orðaskiptum þeirra frekar, enda má ætla, að þau hafi
ekki farið lengra. Eftir þennan atburð breytist sagan, og Gísli
virðist fyllast kvíða og víli. Hann dreymir hvern drauminn af
öðrum, þar sem hann er ataður blóði. Draumum þessum lýsir
Gísli í allmörgum vísum. Þær eru tengdar með örstuttu lesmáli,
og gætir þar víða endurtekninga. Þetta gæti bent til þess, að
höfundur hafi kunnað vísurnar og reynt að koma þeim fyrir í
sögunni með sem haganlegustum hætti. Draumarnir gefa vís-
bendingu um, að Gísli hafi verið tekinn að efast um, að hefndin
hafi komið í réttan stað og fyllzt samvizkubiti. Slíkum manni
væri öðrum fremur ætlandi að yrkja ljóð af þessu tagi. Kristinna
áhrifa er talið gæta í vísunum, en tæplega eru lífsviðhorf for-
feðra vorra fyrir kristnitöku nægilega vel þekkt til þess að slíkt
verði staðhæft fortakslaust. Undir lok sögunnar kastar Gísli öllu
voli og deyr eins og hetju sæmir með vísu á vör:
Vel hygg ek, þótt eggjar
ítrslegnar mik bíti;
þá gaf sínum sveini
sverðs minn faðir herðu.34
Ekki þarf vísa þessi að hafa verið ort á staðnum. Ýmislegt
bendir til, að sögualdarmenn, sem áttu vísan vopndauða, hafi
viðhaft köpuryrði og farið með vísur, jafnvel húsganga, vafa-
laust í því skyni að harka af sér. Skáld og útlagi, sem átti vopn-