Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 88

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 88
82 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR Hann svarar: „Ekki má ek þat standask, at sjá bróðurbana mína ok vera ásamt við þá,“ — ok hlevpr upp ok vill bregða sverði ok kvað vísu: .... Nú sagði Auðr þá á brott, — „ok hafða ek vit til þess at hætta þeim eigi hér.“ Gísli sagði, at þann veg var ok allra bezt, at þeir hittisk eigi. Ok sefask hann brátt, ok eru nú kyrr ein tíðendi.33 Sagan getur þess ekki, hvort Gísla vitruðust atburðirnir í draumi eða hvort hann heyrði samtal Auðar og vegendanna. Hann hafði fulla ástæðu til að hafa hægt um sig, ef hið síðara var rétt, meðan hann vissi ekki, hve margir gestirnir voru. Ekki er það líkt Gísla að láta fljótlega sefast, er bróðurbanar hans voru í grenndinni, svo mikils mat hann hefndarskylduna. Þetta bendir til þess, að Auður hafi sannfært liann um, að synir Vésteins liafi átt ærnar sakir á hendur Þorkeli. Sagan greinir ekki frá orðaskiptum þeirra frekar, enda má ætla, að þau hafi ekki farið lengra. Eftir þennan atburð breytist sagan, og Gísli virðist fyllast kvíða og víli. Hann dreymir hvern drauminn af öðrum, þar sem hann er ataður blóði. Draumum þessum lýsir Gísli í allmörgum vísum. Þær eru tengdar með örstuttu lesmáli, og gætir þar víða endurtekninga. Þetta gæti bent til þess, að höfundur hafi kunnað vísurnar og reynt að koma þeim fyrir í sögunni með sem haganlegustum hætti. Draumarnir gefa vís- bendingu um, að Gísli hafi verið tekinn að efast um, að hefndin hafi komið í réttan stað og fyllzt samvizkubiti. Slíkum manni væri öðrum fremur ætlandi að yrkja ljóð af þessu tagi. Kristinna áhrifa er talið gæta í vísunum, en tæplega eru lífsviðhorf for- feðra vorra fyrir kristnitöku nægilega vel þekkt til þess að slíkt verði staðhæft fortakslaust. Undir lok sögunnar kastar Gísli öllu voli og deyr eins og hetju sæmir með vísu á vör: Vel hygg ek, þótt eggjar ítrslegnar mik bíti; þá gaf sínum sveini sverðs minn faðir herðu.34 Ekki þarf vísa þessi að hafa verið ort á staðnum. Ýmislegt bendir til, að sögualdarmenn, sem áttu vísan vopndauða, hafi viðhaft köpuryrði og farið með vísur, jafnvel húsganga, vafa- laust í því skyni að harka af sér. Skáld og útlagi, sem átti vopn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.