Skírnir - 01.01.1983, Qupperneq 115
SKÍRNIR TVEIR IIÖFUNDAR EGILS SÖGU 109
sem Egill á að liafa ort í sambandi við höfuðlausn sína. Hún
hefur á sér einkenni, sem við finnum miklu síðar, t.d. í Hátta-
tali Snorra á 13. öld. Allt um það er Jórvíkurþátturinn gerður
Agli til frægðar, og gæti margt verið haft eftir frásögn hans lítt
brenglaðri, þó að hann standi í síðari hluta sögunnar. Því verð-
ur haft fyrir satt, að önnur utanferð Egils hafi við rök að styðj-
ast, hvort sem hann hefur ort Höfuðlausn eða ekki, sbr. Jón
Helgason í Einarsbók. Er líka í síðari hluta. Hér má geta þess,
að í fyrri hluta, sem er töluvert lengri, þar sem kvæðin þrjú eru
í þeim seinni og koma þar til frádráttar, þá eru í fyrri hluta til
163. bls. í ÍF II aðeins 14 vísur taldar falsaðar á móti 20. Hins
vegar þurfa allar vísur í Eglu bragfræðilegrar athugunar við. „Ok
er“-höfundur hefur auðvitað ekki bandað hendinni við þessari
sögu, en augljós skáldskapur er þar í bland.
Annars liefst 57. kafli á því, að Eiríkur blóðöx drap bræður
sína í Túnsbergi, áður en hann var hrakinn úr landi. Á hæla
þeirri frásögn kemur dráp Berg-Önundar, sem er þannig vaxið,
að það er lrryðjuverk og ekki Agli beinlínis til lofs og frægðar
og ekki verður hann síðar sóttur til saka fyrir víg þriggja manna.
Má vera, að Egill hafi sjálfur sagt frá því, að hann vó Berg-
Önund. En eins og á málum er haldið, er sem atburðirnir séu
í fjarlægð og annar en Egill hafi talið honum þetta til frægðar,
af því að ýktar frægðarsögur voru komnar í móð. Á þessu er
ekki aðeins ævintýrablær, lieldur eru hér algeng sagnaminni eins
og það, að þeir Berg-Önundur eru tældir til skógar til að ráða
hættulegan björn af dögum. Ég tel óvíst, að þess konar birnir
hafi hafst við svo sunnarlega í Noregi, á Fenhring út af Björgvin
(nú Askö).
Þá er arfstilkall Egils til Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra
og síðar víg Atla ins skamma, sem varðveitti jarðir Ásgerð-
ar, konu hans, allhraustlega gert, eftir að Egill hafði brytjað
niður Berg-Önund og vini hans tvo, en miður sennilegt, að ein-
um „bóndasyni útlendum“ skyldi leyfast slíkar aðgerðir bóta-
laust, og lýkur með hólmgöngu þeirra Atla, þar sem Egill bítur
hann á barkann. Og viti menn — Egill „skipaði jarðir þær, er
hann hafði þá fengit at eiginorði" (211). Hér er konungdæmið
gert lilægilegt. Það kemur engum lögum yfir Egil fyrir rnann-