Skírnir - 01.01.1983, Page 146
140
SVERRIR TÓMASSON
SKÍRNIR
beint eða óbeint, Ólafs saga Tryggvasonar Odds Snorrasonar,
Noregs saga Theodricusar munks (Historia de antiquitate reg-
um Norwagiensium), Kristnisaga og Ólafs saga Tryggvasonar
hin mesta eru annaðhvort hreinar helgisögur eða hafa orðið
fyrir miklum áhrifum úr þeirri átt, og þessi rit eru skrifuð af
lærðum mönnum, jafnspökum eða fróðari Ara. Þó að kirkju-
pólitík hafi breyst frá þeim tíma sem íslendingabók var færð í
letur fram til þess að Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta var
sett saman er sjóndeildarhringurinn sá hinn sami og naumast
víðari og þess vegna hæpið að hafna heimildargildi þessara
sagna, einkum þegar í lrlut eiga trúarlegir atburðir, en þessar
sögur eru vitnisburður unr trúarhugmyndir þeirra sem saman
settu. Aðalgallinn á rannsókn Jóns Hnefils er einmitt sá að
liann tekur undir raunspekilega gagnrýni fyrri fræðimanna á
þessar heinrildir og athugar ekki jrær fræðilegu forsendur sem
þeir dærndu eftir.12 Sagnaritararnir Oddur og Theodricus skildu
kristnitökuna á þann veg að hún hefði orðið fyrir volduga jar-
tein. Úr því að þeir skildu hana þannig, liggur þá ekki beint
við að álykta, að kristinn höfundur eins og Ari hafi líka skilið
atburðinn á þann veg? Þessi trúarlegi skilningur miðaldamanna
gæti því fremur stutt skoðun Jóns Hnefils um að sögnin um
Þorgeir undir feldi sé trúarlegs eðlis: hann hafi sótt á vit æðri
máttarvalda, en þá vaknar sú spurning hvort skilja beri frásögn-
ina svo að Ari liafi fært í kristinn búning gamlan heiðinn töfra-
sið eða frásögnin sé öll runnin frá kristnum trúarhugmynd-
um.13 Samanburður Jóns Hnefils við galdrasiði Lappa og aðrar
hliðstæður sker ekki úr um þetta, en óneitanlega hefur hann
mikið til síns máls.
Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé að halda því fram
að frásögn Ara af kristnitökunni sé tilbúningur einn eða taka
beri hana alla með varúð. En þekking á kristnum viðhorfum
og vinnubrögðum miðaldasagnaritara hjálpar okkur til að skilja
heimildina betur, rétt eins og það er sagnfræðingi mikil stoð að
þekkja til hugmyndafræði síðari túlkenda; honum er það ávinn-
ingur að vita hvort sagnfræðingur hefur séð atburðina frá kög-
unarhóli Marx, Diltheys eða Habermas.