Skírnir - 01.01.1983, Page 151
SKÍRNIR
HELGISOGUR
145
sögu og jarteinum Jóns sögu A. Hann rekur þar einkum áhrif
frá öðrum helgisögum og bendir á fyrirmyndir úr erlendum
dýrlingasögum. Það er á margan hátt gagnlegt að sýna fram á
sameiginleg minni íslenskra og erlendra helgisagna og þeir sem
unna slíkum fróðleik geta þakkað Koppenberg fyrir dugnað og
samviskusemi. Tengsl evrópskra og íslenskra helgisagna hafa
lengi verið kunn. Slík sundurgreining sem Koppenberg hefur
gert getur leitt í ljós frávik íslenskrar helgisagnaritunar frá er-
lendri, en annað sýnir hún ekki. Koppenberg hefði hér haft
gagn af fílólógiskri rannsókn Lucy Collins á Skarðsbók postula-
sagna sem hún gerði fyrir um það bil 14 árum.33 Hún sýndi
þar fram á hvernig íslenskir þýðendur og ritstjórar breyttu oft
vísvitandi frá heimild sinni. Sérstaklega er athyglisvert hvernig
tímatalsatriðum og fróðleiksmolum úr annálum innlendum sem
erlendum er skotið inn til þess að gera íhaldssömum áheyrend-
um til hæfis og frásögnina sannferðugri.
Koppenberg hefur langan kafla um skyldleika Jóns sögu við
aðrar heimildir. Á þær hafði Guðbrandur Vigfússon flestar bent
fyrir rúmri öld og hefði Koppenberg mátt vísa til þess. Hann
vinnur þetta þó mun rækilegar en áður hafði verið gert. Gagn-
legastur er þó samanburður hans á Þorláks sögu og Jóns sögu,
en um skyldleika þessara tveggja hafði Guðbrandur Vigfússon
komist svo að orði:34 ‘en Þorlákssögu elztu hefir hann annað-
hvort þekkt, eðr höfundr Þorlákssögu hefir þekkt Jónssögu
(. . .); er þó hið síðara líkara, því ef Þorlákssaga væri eldri, þá
verðr ekki séð hvers vegna höfundr Jónssögu ekki hefði þekkt
einnig Húngrvöku, þar sem hún er eptir sama manninn og Þor-
lákssaga.’ Koppenberg færir að því líkur að höfundur Jóns
sögu hafi þekkt Hungurvöku, og frá textafræðilegu sjónarmiði
eru rök Koppenbergs fyrir því að Jóns saga hafi þegið frá Þor-
láks sögu haldgóð, en mikilsverðast er þó að sögutækni beggja
stendur á svipuðu stigi að því er lýtur að notkun guðspjalla,
útfærslu minna og lýsingu dygða, en Jóns saga geldur þess að
um söguhetjuna eru litlar sem engar heimildir til, þegar sag-
an er færð í letur. ímynd Þorláks sem dýrlings gat þvi auðveld-
lega færst yfir á Jón. Þeir voru bræður í Kristi, og það sem einn
fékk áorkað fyrir tilstilli drottins var líka í valdi hins. Þessi
10