Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1983, Page 151

Skírnir - 01.01.1983, Page 151
SKÍRNIR HELGISOGUR 145 sögu og jarteinum Jóns sögu A. Hann rekur þar einkum áhrif frá öðrum helgisögum og bendir á fyrirmyndir úr erlendum dýrlingasögum. Það er á margan hátt gagnlegt að sýna fram á sameiginleg minni íslenskra og erlendra helgisagna og þeir sem unna slíkum fróðleik geta þakkað Koppenberg fyrir dugnað og samviskusemi. Tengsl evrópskra og íslenskra helgisagna hafa lengi verið kunn. Slík sundurgreining sem Koppenberg hefur gert getur leitt í ljós frávik íslenskrar helgisagnaritunar frá er- lendri, en annað sýnir hún ekki. Koppenberg hefði hér haft gagn af fílólógiskri rannsókn Lucy Collins á Skarðsbók postula- sagna sem hún gerði fyrir um það bil 14 árum.33 Hún sýndi þar fram á hvernig íslenskir þýðendur og ritstjórar breyttu oft vísvitandi frá heimild sinni. Sérstaklega er athyglisvert hvernig tímatalsatriðum og fróðleiksmolum úr annálum innlendum sem erlendum er skotið inn til þess að gera íhaldssömum áheyrend- um til hæfis og frásögnina sannferðugri. Koppenberg hefur langan kafla um skyldleika Jóns sögu við aðrar heimildir. Á þær hafði Guðbrandur Vigfússon flestar bent fyrir rúmri öld og hefði Koppenberg mátt vísa til þess. Hann vinnur þetta þó mun rækilegar en áður hafði verið gert. Gagn- legastur er þó samanburður hans á Þorláks sögu og Jóns sögu, en um skyldleika þessara tveggja hafði Guðbrandur Vigfússon komist svo að orði:34 ‘en Þorlákssögu elztu hefir hann annað- hvort þekkt, eðr höfundr Þorlákssögu hefir þekkt Jónssögu (. . .); er þó hið síðara líkara, því ef Þorlákssaga væri eldri, þá verðr ekki séð hvers vegna höfundr Jónssögu ekki hefði þekkt einnig Húngrvöku, þar sem hún er eptir sama manninn og Þor- lákssaga.’ Koppenberg færir að því líkur að höfundur Jóns sögu hafi þekkt Hungurvöku, og frá textafræðilegu sjónarmiði eru rök Koppenbergs fyrir því að Jóns saga hafi þegið frá Þor- láks sögu haldgóð, en mikilsverðast er þó að sögutækni beggja stendur á svipuðu stigi að því er lýtur að notkun guðspjalla, útfærslu minna og lýsingu dygða, en Jóns saga geldur þess að um söguhetjuna eru litlar sem engar heimildir til, þegar sag- an er færð í letur. ímynd Þorláks sem dýrlings gat þvi auðveld- lega færst yfir á Jón. Þeir voru bræður í Kristi, og það sem einn fékk áorkað fyrir tilstilli drottins var líka í valdi hins. Þessi 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.